Hjól og aftur hjól
Eins og margir vita er Dosti orðinn mikill hjólisti og fyrir mánuði bættist þessi racer við í fjölskylduna (eins og glöggir sjá er hann geymdur í stofunni!)
Dosti hefur æft á fullu og nú á sunnudaginn verður fyrsta keppnin sem hann tekur þátt í. Það er 40 km hjólreiðakeppni. Um miðjan maí er hann svo skráður í duathlon, 7.5 km hlaup og 20 km hjólreiðar. Í byrjun júní er svo einhver keppni í 100 km hjólreiðum en rúsínan í pylsuendanum (eða mesta klikkunin í þessari hjólageggjun) er 300 km hjólakeppni sem er 17.júní!!! Þetta er fræg hjólakeppni meðal hjólasjúkra og er víst sú stærsta fyrir amatöra um víða veröld, 17.500 þáttakendur!!!
Bilun ekki satt! En við dáumst auðvitað að honum :)
p.s. ég fékk ekki að taka mynd af honum í spandexgallanum á fleygiferð...
12 Ummæli:
vá! Þessi hjólakeppni hljómar rosalega. Ég dáist að þér Dosti. Sjálf er ég alltaf að segja núna að í sumar verði ég svo dugleg að synda eða hlaupa í garðinum því Esther sem ég bý hjá þegar orri og krakkarnir eru heima er algjört klifur, hjóla og hlaupa-frík. Venjulega tala ég bara um svona hluti en geri þá ekki en við skulum sjá til.
Við vorum reyndar einmitt að fá gefins hjól hérna í síðustu viku sem er ekki alveg í sama stíl en ógeðslega flott. Skal setja inn mynd á bloggið við tækifæri.
íþróttakveðjur,
þ
Já Þórdís, við þyrftum að stofna saman í yahoo groups umræðuhóp þar sem við getum skiptst á hjólamyndum ;)
Hvaða hjólatímarit lestu þú helst? og hver er þitt átrúnaðargoð? Áttu nokkuð auka límmiða með honum?
Annars er þessi frétt Önnu Sóleyjar vottur um smá gúrkutíð hérna. Ég fíla mig samt soldið eins og Forrest Gump, Þegar hann byrjaði að hlaupa gat hann ekki hætt. Næsta skref er bara að kaupa í einhverju ávaxtafyrirtæki eins og hann til að ég geti fengið mér sundlaug í garðinn eins og þú virðist vera með :)
íþróttakveðjur til baka til Kanada?
P.S. veistu hvort þú getir keppt undir fána Kanada? Ég er að tékka á því með Svíþjóð...
Vá.. Ég segji nú bara sama og Þórdís að stundunm lofar maður sjálfum sér að núna sé rétti tími kominn til fara að hreyfa sig e-ð að ráði. Það kemur bara alltaf e-r afsökun, núna hef ég reyndar ágætis áfsökun ;o) En mikið svakalega er ég stolt af þér Dosti, farðu bara ekki of geyst.
Hilsen frá Kúlukonunni sem hreyfir sig ekkert.
e.s. ég á e-a límiða af mótorhjólum ef þú vilt skipta ;o)
Já en Halla, þú átt eiginmann sem vill ekki koma með mér í hjólaferð. Þú getur a.m.k. reynt að hafa áhrif á hann. Varla er hann líka óléttur?
Ég er til í að skoða þína mótorhjólalímmiða en ég efast um að ég bítti samt ;)
hæ þið, allir í stuði í hjólaumræðunni :)
það er ekki gúrkutíð því mér persónulega fannst þetta merkileg frétt. gleymdi samt að segja að Dagur ætlar líka í dúaþlonið enda duglegur að hlaupa. Já og bæðevei áðan fékk Jana sitt fyrsta hjól, nefnilega fagurblátt þríhjól og sú var sko glöð!!!
Anna Sóley
p.s.ég á pókemónspjöld og nokkrar servíettur ef einhver vill bítta.
Ég les helst "cyclar tilsammans" enda er ég meira svona hjólhippatýpan en átrúnaðargoðið er að sjálfsögðu Ebenezer Böðvars sem hjólar undir íslenska fánanum.
þ
Nei karlinn er ekki óléttur, bara mikill "íþróttaálfur". Haltu bara áfram að reyna, hann gæti endað á að detta í þetta "marathon".
Það má með sanni segja að þetta sé hjólandi fjölskylda. Ég efa það ekki að Jana eigi flottasta fákinn núna ;o)
Hilsen Halla
ég læt ekki hafa mig útí neina keppnisvitleysu en sem innlegg í memerobiliu-umræðuna þá á ég gamlar abba myndir og súperman myndir sem ég myndi hugleiða að bítta fyrir timburhús í hundrað og einum. súperman var nú helvíti massaður og í flottri skýlu, án þess að ég sé að gefa í skyn að hann komist nálægt dosta í spandex samfestingnum.
það er bara ein leið að fá úr því skorið...híhí,
og sú mynd gæti verið verðmætari en nokkur súpermynd, hm hugmynd fyrir sumarstarf: starta nýjum söfnunarspjöldum, vantar bara flott slógan.
heii
Finnst þetta hjóladæmi svo frábært hjá þér að ég er orðin liðstjóri í Hjólað í vinnuna keppninni í mínu fyrirtæki !!!
En hvað það er fyndið. Þú átt heima 300 metra frá vinnunni. Þú þarft að taka á þig einhvern svaka krók til að draga ekki vinnustaðinn niður í meðalkílómetrum. HAHAHA
jebb, tek löngu leiðina heim...
p.s. En bara til að hafa allt á hreinu þá eru 500m í vinnuna til mín ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim