10 maí, 2006


allir_gardur
Originally uploaded by Anna Sóley.
Eins og víða annarsstaðar, meira að segja á Íslandi, er búið að vera stórkostlegt veður hérna, 24-27 stig og glaðasólskin. Greyið Dosti hefur ekki séð neitt af sólinni og hefur verið innilokaður í tölvuherberginu frá kl 7 á morgnanna og er að langt fram á nætur. Ætli hann þurfi ekki heilan svefnmánuð eftir þessa törn. Við hinsvegar höfum verið mikið úti og notið þess fram í fingurgóma. Borðum úti, förum í fótbolta, vökvum, grillum, skoðum steina og gerum grassúpur með Jönu. Já og svo var ég svo dugleg að setja niður kartöflur! Ætla að bæta við gulrótum og brokkolí og kryddjurtum. Við Jana fundum frábæran stað um helgina sem er bara rétt hjá okkur. Þetta er gróðrastöð (eins og margir vita, eru plöntusölur í miklu uppáhaldi hjá mér) með kaffihúsi. Allt þar er heimabakað og heimagert. Þarna er stór garður og maður sest niður einhversstaðar og þeir koma með matinn til manns, snilld...vorum þarna í marga klukkutíma. Annað skemmtilegt er að Dagur komst loks í golf, í fyrsta sinn hér í Svíþjóð, þeir fóru 3 félagar saman með strætó og komu heim ALSÆLIR. Ekki alveg jafn þæginlegt eins og í Stuðlaberginu en vonum samt að þetta gangi svona.

5 Ummæli:

Þann mið. maí 10, 09:55:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég veit ekki hversu þægilegt er að spila golf lengur í stuðlaberginu, einhver sagði mér að það væri búið að hola niður byko verslun á stærð við kringluna í gamla bakgarðinum ykkar. nema ég hafi misskilið slagorð byko: "í hólf og golf."

 
Þann fim. maí 11, 09:39:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

það er reyndar ekki byko, heldur guli og blái frændi hans ikea. Svona ofurMinnismerki um að fyrverandi íbúar séu orðnir Svíar.

 
Þann fim. maí 11, 10:45:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

já okkur fannst þetta viðeigandi minnisvarði um okkar fortíð á þessari landareign, heldur dýrt að koma þessu í framkvæmd en örugglega vel þess virði þegar við lítum til baka. munið eftir að kíkja á bronsstytturnar af okkur sem verða á þakinu á nýja ikeakomplexinu, þær verða örugglega töff.

 
Þann fim. maí 11, 04:28:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Hólf og golf hefði nú verið ódýrari og jafnvel betri brandari hjá okkur :|

 
Þann fös. maí 12, 04:49:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Golf í Svíþjóð og Ikea á golfvöll á íslandi. Þetta hljómar fáránlega. En annars eigum við svo stórt land ónýtt að það er tilvalið að hola niður álverum, bykoverslunum, Ikea og bara sem flestu á íslandi, enda markaðshópurinn gífurlega stór ;o(

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim