Sumarið 2006!
Jæja loksins koma myndir frá því í sumar. Ég hef verið svo upptekin af því að vera í sumarfríi að ég hef ekkert komist í tölvuna að blogga, en ég sé að Dosti hefur reynt að halda upp heiðri okkar á meðan. Hann er annars búinn að vera í tvöfaldri vinnu í sumar og verið innilokaður eins og moldvarpa í tölvuherberginu greyið. En til að kynnast fjölskyldunni sinni aftur ætlar hann að koma með okkur til New York á morgun og vera til næsta föstudags. Við hlökkum óstjórnlega til :)
3 Ummæli:
Hæ!
Vá hvað það er greinilega langt síðan ég hef kíkt á síðuna ykkar, hef verið í hálftíma að lesa og skoða. Vona að ferðin til rotna eplisins hafi tekist rosa vel. Ég væri alveg til í að heimsækja ykkur þangað í framtíðinni, þegar við erum búin að heimsækja ykkur á Runsa auðvitað því maður sér alltaf betur og betur hvað þarna er fallegt og ljúft að vera.
Saknaðarkveðjur,
Þ.
hvaða útlendingar eru að vaða inn á bloggin okkar með auglýsingum... "nice comment" hvað, ekki skilur hún íslensku þessi Sandra???
Já við þurfum trúlega að koma aftur á þessu bókstafakerfi til að hindra Söndru og hennar félaga í að auglýsa hjá okkur. En áttu ekki að vera að ala upp Úlf eða eitthvað? Alveg persónulega, opinberlega og innilega til hamingju Halla mín!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim