Þessi uppákoma var algjör brandari. Þetta er töframaður/með stand-up ívafi og við lentum óvart á hans frábæru "sýningu" í einhverjum garði. Í seinni hlutanum kallaði hann upp nokkra krakka og Dagur var einn þeirra. Dagur kynnti sig sem "Joe" til að létta honum lífið :)
Kallinn komst fljótt að því að hann var frá Íslandi! Eftir það var ekki aftur snúið, hinir krakkarnir fengu að setjast niður með blöðrurnar sínar en "Joe" var orðinn aðstoðarmaður!!! Kallinn gerði mikið úr því að "Joe" væri frá Íslandi og hefði hugsanlega aldrei séð svertingja áður, og því þyrfti hann að vanda sig sérstaklega mikið svo svertingjar fengju góða umsögn alla leið til Íslands. Þetta var allt saman hrikalega fyndið. Og í þokkabót var hann endalaust að kalla á hann...."JOE"!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim