18 september, 2006

Skólinn

Jæja, einhverjir hafa verið að biðja um fréttir úr skólanum. Ef ég ætti að summera hann upp þá gæti hann trúlega ekki verið betri. Aðstaðan, námsefnið, kennararnir, allt fyrsta flokks.

Skólinn heitir DSV og er í eigu KTH sem er tækniháskólinn og Stokkhólmsháskóla sem er með félagsvísindin. Þannig höfum við aðgang að kennurum úr báðum áttum. Tölvuöryggi hefur mikið með félagsvísindi að gera sbr lögfræði, sálfræði og félagsfræði.

Nú! ég er í bekk með kannski 40 öðrum en hvítir eru þar í algjörum minnihluta. Lang flestir örugglega 25 eru frá Kína og nágrenni eða Indlandi og nágrenni. Síðan eru 3-4 Svíar, og svo einn og einn frá öðrum löndum. Þetta lofar því góðu og ég býst við að bæta mig í framandi eldamennsku á næstu mánuðum og býð svo öllum vinunum í súpu frá Pakistan, aðalrétt frá Hong Kong og eftirrétt frá Marokkó. Bíðið bara :)

Annað skemmtilegt er að skólinn er við Isafjarðagötu, Borgarfjarðagötu og Gullfossgötu. Álma í skólanum heitir einmitt Borgarfjörður.

8 Ummæli:

Þann þri. sep. 19, 07:02:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

mmmm hlakka til að koma í mat. hvernig er það annars geta bekkjarfélagar þínir sagt borgarfjörður?

 
Þann þri. sep. 19, 09:55:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

Já þetta er góður punktur. Ætli nafninu verði ekki fljótlega breytt í Punjab? En ætlar Kommi að koma í vasaloppet?

 
Þann þri. sep. 19, 09:57:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

þetta var semsé Dosti sem skrifaði síðasta komment!

 
Þann þri. sep. 19, 11:06:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

VARÚÐ VARÚÐ VARÚÐ
Dosti hefur undanfarið tekið á sig gervi rafrænnar Önnu Sóleyjar.

Ef þið haldið að þið séuð að hafa samskipti við AS á msn eða í gengum tölvupóst, þá eru góðar líkur á því að þetta sé Dosti í dulgervi AS.

Til að koma í veg fyrir þennan hvimleiða rugling er mælt með því að spyrja viðmælanda óvæntra spurninga úr barnæsku.

fyrir hönd
íslensku leyniþjónustunnar
Bjössi BB.

 
Þann þri. sep. 19, 11:11:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

hahahaha, gvöðisélof fyrir góða leyniþjónustu, ekkert er mikilvægara.

as (hin eina sanna)

 
Þann þri. sep. 19, 12:37:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Það má nú líka spyrja sig hvort Dosti sé yfir höfuð til? Hafið þið einhverntíman séð þau bregða fyrir saman? Dosti hratt afturábak er iPod! getur verið að þar sé einhver vísbending? Er Björn ánægður með að hulunni sé svipt?

 
Þann þri. sep. 19, 01:20:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

Kommi; "Auðvitað, en ekki hvað..." (svar við spurningu AS í gervi Dosta.)
Það er verst að ef ég spyr AS e-a spurningu frá barnæsku þá veit ég ekki rétt svar. Hvernig getur maður verið VISS???? Vonandi er íslenska leyniþjónustan með rétt svar. (Er þetta leyniþjónustan sem Björn Bjarna smalaði saman??)

 
Þann þri. sep. 19, 02:32:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Vá þetta er orðið flókið! Ef ég þarf að fara í líki AS til að spyrja Komma og fá svar við spurningunni frá Höllu þá er lífið orðið of flókið fyrir mig.

Ekki furða að það þurfi snillinga til að vinna í leyniþjónustum. En Ásta verður okkar innherji hjá BB!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim