Nú er kominn tími á einhverjar fréttir. Apríl var góður, foreldrar Dosta komu og fengu þvílíkt sumarveður. Þau komu með m.a. plokkfisk og silung, meiri veislan! Stuttu síðar komu Halla og Kommi með börn frá Danmörk. Við héldum upp á páskana saman og búið var að redda íslenskum páskaeggjum fyrir krakkana. Það var frekar skrítið veður meðan þau voru hér, rok að íslenskum hætti. Samt reyndum við að viðra okkur af og til og skreppa dántán. Spiluðum síkvens og skrabbúl og borðuðum MIKIÐ. Frábærir gestir, allt saman.
Ég er svo heppin að Una vinkona og fyrrverandi bekkjarsystir úr arkitektanáminu heima, ætlar að skella sér hingað frá Hollandi, um miðjan maí og vera hjá okkur í viku. Hún ætlar að vera sérlegur ráðgjafi minn á lokastigum verkefnisins og hjálpa mér með módel og eitthvað. Það er ómetanlegt!!!Ég verð nú líka að leyfa henni að skoða Stokkhólm líka :)
Ekki nóg með það heldur kemur Ásta 20.júní hingað og ætlar að fagna með mér þessum tímamótum. Þá verð ég komin í sumarfrí og við getum spókað okkur í Stokkhólmssólinni. Jiiii hvað ég hlakka til...
Það er búið að vera rosalega stíft tempó í skólanum, yfirferðir nánast vikulega, maður er búinn að vera að farast úr stressi. Hef aldrei vitað svona mikið andlegt álag og pressu. Það sem heldur manni á lífi er bara hugsunin um lokin (já og stuðningur frá Dosta). En góðu fréttirnar eru þær að síðasta krítik sem var í fyrradag gekk mjög vel og loksins loksins er byggingin TILBÚIN:) Það þýðir að ég þarf ekki að breyta neinu stórvægilegu, bara litlar tilfærslur hér og þar. Nú get ég loks farið að einbeita mér að því að klára teikningar almennilega. Það er ólýsanlegur léttir. Það verður samt svakaleg tímaþröng það sem eftir er. Ég er samt svo glöð yfir því að hafa tekist að gera byggingu og verkefni sem ég sjálf er ánægð með. Annars væri það kvöl og pína að fara í gegnum lokasprettinn, en í staðinn ætla ég að reyna að njóta þess eins og ég get.
Hér er komið yndislegt sumar og nú sækir Dosti Jönu alltaf á leikskólann á hjóli sem henni finnst það allra skemmtilegasta. Nú finnst henni þvílíkt halló að eiga bara þríhjól og sýnir okkur hjólabæklinga lon og don til að sannfæra okkur um að hún sé orðin nógu stór fyrir eitthvað fullorðinslegra faratæki. Fór í gærkvöld í leikskólann í foreldraviðtal. Þeim finnst, eins og okkur, að hún sé algjör sólargeisli, glöð, jákvæð og lyndir vel við alla. Ekki slæmt. Hún var í fyrra skotin í Nóel en nú er það breytt og Jana og Úlle eru orðin par. Fóstrurnar skemmta sér við að fylgjast með þeim, þau vilja t.d. sitja saman í grasinu og spjalla ein, og borða saman hlið við hlið, og liggja saman í hvíldinni og svol. Mjög upptekin saman...þetta er nú frekar skondið. Hún er búin að vera suða upp á hvern dag hvort ég geti nú ekki tekið mig til og hringt í mömmu hans svo þau geti hist eftir leikskóla, verð að fara gera það:)
Dagur er annars hættur að spá í stelpumálin eftir að það fjaraði út milli hans og Allé. Enda enginn tími fyrir það núna þegar golfið tekur við. Hann lenti greyið í sínum fyrstu alvöru skólaslagsmálum um daginn og kom blóðugur heim. Hann hafði lent í útistöðum við dreng sem er ættaður frá Íran. Sá Íranski kallaði Dag helvítis útlending einhverra hluta vegna...
Degi gengur annars vel að læra en fær stundum áminningar frá kennurunum vegna gelgjustæla, hann á enn pínu erfitt með að dempa sig niður. Við reynum að ræða við hann um þetta en ég veit svo sem ekki hvað hægt er að gera umfram það.
Dosti er líka á fullu í sínum skóla, enginn slagsmál þar held ég samt:) Lokaverkefnið hans er smám saman að skýrast en það eru svo margir spennandi valkostir fyrir hann að það getur verið erfitt að velja sýnist mér. En það er nú "gott" vandamál. Það mál skýrist á næstu vikum.
Jæja deili bíður og margt fleira...hafið það gott, blesssss
AS
5 Ummæli:
sí jú súúúúún, ví hlakka til :)
ætli ég skreppi ekki bara líka til þín 20.júní og láti karlinn um að pakka íhíhiii
jú, hvernig væri það!!!
já Halla - pakkaðir þú ekki síðast ;) Ég tékka á flugi fyrir þig....
hahahaah alveg örugglega ekki ásta pásta sem skrifar þetta komment.
Nei, ég er svo mikil kontrólfrík að ég verð að hafa puttanna í þessu öllu saman enda kommi í prófum....
isss ef ég bara væri smá samviskulaus ;o)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim