20 maí, 2007

Hjálparhellur

Undanfarna mánuði hafa MARGIR hjálpað mér með allskyns útréttingar varðandi verkefnið. Ég hef sent fjölskyldumeðlimi út og suður í myndatökur, sækja og senda teikningar o.s.frv. Ég er óendanlega þakklát fyrir alla hjálpina. Una kom síðan í viku og gjörsamlega bjargaði mér og verkefninu. Hún kom á fullkomnum tímapunkti, ég var komin með nett ógeð á öllu saman, og hafði ekki lyst á að leysa vandamálin sem eftir voru. En með hennar hjálp leystust öll vandamálin og teikningarnar urðu hreinar!!! Það var eins og besta vítamínsprauta að fá hana og hennar innlegg, enda er hún snillingur og ekkert minna. Þvílíkur lottóvinningur fyrir mig. Hún lagði það á sig að sitja sveitt með mér daga og nætur og mygla yfir tölvuskjáum og teikningum. Eitthvað pínu hleypti ég henni niður í bæ, en vonandi kemur hún bara aftur einhverntímann til að sjá borgina betur. ÞÚSUND ÞAKKIR UNA:)

Já svo er ég bara búin að halda áfram á góðum hraða, allt tosast í rétta átt og lokaefnið að taka á sig mynd. Prentun eftir 11 daga! Á morgun ætla ég að byrja á 1:200 módelinu (sem passar á stóra gifshólinn). Tove, sænsk vinkona mín bauðst til að koma og hjálpa mér með það og ég þáði það auðvitað.

Það var gott að fá Dosta og Jönu heim frá Íslandi í dag, allir sameinaðir á ný:)

AS

4 Ummæli:

Þann sun. maí 20, 11:34:00 e.h. , Blogger Una sagði...

já maður þarf bara að fara í endurhæfingu eftir þessa illu meðferð hjá þér! :) elskan mín, ég hafði gott og gaman af þessu sjálf. Frábært að koma og sjá ykkur og Stokkhólm. Og já, ég kem bara aftur og skoða þá betur það sem ég komst ekki yfir. Takk sömuleiðis fyrir mig. Blogg í bígerð ;)

 
Þann mán. maí 21, 08:39:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hugsa til þín oft á dag og vona að allt gangi VEL:) þetta er að verða búið!!!!! jubiiiiii

 
Þann þri. maí 22, 05:18:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

TAKKKK!
AS

 
Þann þri. maí 22, 06:28:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

frábærar myndir, vona að þetta fari nú að taka enda og þú getir farið að draga andann aftur.
enn og aftur takk fyrir pakkann það var frábært að fá hann

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim