04 ágúst, 2005

Hæ allir saman

Jæja, þá erum við komin í sæluna í sveitinni. Þetta er algjör draumastaður, eins og að vera staddur í Astrid Lindgren ævintýri!!! Við erum með risa garð sem er sleginn fyrir okkur hahaha...einhver hefur gefið þeim hint áður en við komum:)

Gámurinn kom fyrir helgi en var einum degi of seinn. Konungsfólkið reddaði málunum eins og í öllu.

En það sem mestu máli skiptir er að konungsfólkið (sem er auðvitað alls ekki konungsfólk) er yfirmáta vingjarnlegt við okkur. Þau gera miklu meira fyrir okkur en við þurfum. Þau eru sem sagt alltaf einu skrefi á undan okkur. Ætli það sé ekki svona 1:milljón á að hitta á svona fólk...svo ekki sé talað um á svona stað.

Dagur féll strax inn í krakkahópinn. Þeir eru aðallega 4 strákar saman en svo eru 2 stelpur á þeirra aldri líka. Þeir spila golf allan daginn ef þeir eru ekki að hjóla í skóginum eða að veiða í vatninu.

Við höfum fengið afnot af litlum árabáti með utanborðsmótor svo við munum geta veitt í soðið á næstunni. Við erum með okkar eigin kofa sem eldiviðurinn er geymdur í og hann er alveg eins og kofinn hans Emils.

Nú svona að lokum í þessari umferð þá buðu konungshjónin okkur í bátsferð á spíttbátinum sínum (sem er geggjaður) til Sigtuna í kvöldverð í gær. Þvílíkt líf!!!

Bestu kveðjur og söknum allra.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim