Laugardagur á Runsa
Hæ,
Dásamlegt veður eins og venjulega, 20 stig og sól. Mér fannst fyndið að sjá bloggið hans Dags um daginn þar sem hann segir að það sé alltaf rigning!!! Við Dosti höldum að það hafi samtals rignt tvisvar eða þrisvar þessa tvo mánuði sem við höfum verið hér, annars bara sól. En þið ráðið hverjum þið trúið!!!
Við skiluðum verkefninu í skólanum á föstudaginn og það var mikill léttir. Þetta var stór skipulagshugmynd með nýrri eyju, fullt af brúm og nýjum hverfum. Yfirferðin er eftir helgi, þá er að sjá hvernig kennurum líst á teikningarnar.
Hópastarfið gengur aðeins betur. Kannski af því við erum að átta okkur á því hver kann að gera hvað og svol.
Ég þurfti að læra Illustrater til að geta klárað kortin og gerði það, ágætt að vera komin með það líka.
Skellti "nýju eyjunni" upp í 3d og fótósjoppaði svo og það var gaman að sjá.
Dagur telur dagana þangað til 1.okt og þá verður sko fjör!!! 12 ára hvorki meira né minna, það er magnað.
Jana er farin að svara okkur á sænsku!!!!!!!!! Það er frekar mikið stökk og maður er bæði glaður en bregður líka. Þetta er skrítið. Við finnum líka að Dagur er einmitt núna eins og svampur og lærir ný orð hratt.
Í þessari viku gerðist það líka að Jana hætti að gráta þegar Dosti skildi hana eftir á Harva og núna kveður hún pabba sinn á morgnana með bros á vör. Það er alveg frábært.
Bless í bili AS
(Fyrir þá sem ekki vita þá er hægt að skrifa athugasemdir inn hér á blogginu. Neðst eftir hvert blogg stendur með grænum stöfum "comments". Maður ýtir á það og þá getur maður lesið athugasemdir annara eða skrifað sjálfur. Ef maður vill skrifa eitthvað þá gerir maður það og hakar svo við "Anonymous".)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim