20 september, 2005

á mörkum sumars og hausts...skólar og ávextir

Hæ allir,

Það er svo mikið að gera í skólanum um þessar mundir að ég næ ekki einu sinni að blogga! Það eru lokaskil á föstudaginn svo vonandi hægist eitthvað um eftir það. Úff svona hópavinna tekur á. Maður er vanari því að vinna einn og ráða öllu!!!

Ég er búin að fá út úr sænskuprófinu, ég fékk 4 (einkunnir eru frá 1-5), svo ég er sátt. Gott að það sé frá.
1/4 af bekknum náði ekki námskeiðinu af ýmsum ástæðum.
Eins og sumir vita núþegar þá er fundurinn í skólanum hans Dags búinn og niðurstaðan góð. Rektorinn vildi fá að hitta alla málsaðila eftir 3 vikna reynslu og meta stöðuna. Í versta falli hefði Dagur þurft að fara í annan skóla í nokkra mánuði (skóli fyrir innflytjendur) en þá hefði hann misst af námi í öllum fögum nema sænsku og þurft að kynnast nýjum bekk. Það hefði verið synd því hann er svo rosalega ánægður með kennarann sinn hann Ronnie og bekkjarfélagana. Þar að auki er hann kominn í sænskukennslu í skólanum hjá sérkennara. Hann er enn feiminn að tala en skilur orðið mikið.

Í gær fór ég á foreldrafund á Harva leikskólanum. Það gengur mjög vel með Jönu og konurnar þarna eru alveg yndislegar. Þær sögðu að Jana væri orðin miklu öruggari þarna, leikur meira við krakkana og talar meira. Hún spjallar við alla á bæði íslensku og sænsku! Þeim finnst Jana vera mjög dugleg og jákvæð.
Í síðustu viku var skemmtileg uppákoma á leikskólanum, þá buðu starfsmennirnir öllum foreldrunum í kvöldmat í leikskólann. Hjónin sem reka leikskólann og konurnar tvær sem vinna með þeim elduðu dýrindismáltíð og þetta var skemmtilegt kvöld. Hjónin (þau búa við hliðina á leikskólanum) eru nýkomin frá 3 ára dvöl í Mozambiq og eru kannski sjálf í aðlögun í sínu heimalandi.
Þau öll á Harva eru allavega virkilega góð og vingjarnleg svo við vorum heppin með það.

Hér er veðrið misjafnt þessa dagana, ýmist svalt eða góðir sumardagar. Mesti munurinn er kannski á morgnana og á kvöldin, þá er mér allavega kalt (en það þarf svo sem ekki mikið til eins og allir vita sem þekkja mig!).
Um daginn kom smá rok og þá féll eitt eplatréð í garðinum okkar niður en það tré var kannski ekki í fullu fjöri því þetta var varla rok á íslenskum mælikvarða. En það er eitt sem ég finn fyrir að hér er ekki þetta endalausa roooook eins og "sumsstaðar" og það er mikill munur. Kannski mun maður einhverntímann sakna íslenska roksins en það er erfitt að ímynda sér það núna :)

Núna eru perurnar tilbúnar, 3 tré í kringum húsið, og ég verð að segja að þetta eru laaaaangbestu perur sem ég hef nokkurntímann smakkað, harðar en safaríkar, akkúrat eins og ég vil hafa þær. Verst að öllum finnst það sama svo þær eru óðum að klárast. Frétti um daginn að eitt stóra tréð í garðinum okkar væri kirsuberjatré og það koma víst fullt af kirsuberjum á það, jeiii eitthvað til að hlakka til næsta sumar.

Jæja vonandi hafa allir það gott,
bestu kveðjur til allra.
AS

2 Ummæli:

Þann lau. sep. 24, 02:58:00 e.h. , Blogger Orri, Þórdís, Eyja og Kári sagði...

Gaman að fylgjast með ykkur. í Toronto er enn sumar en það hlýtur að fara að breytast. Orri fer til Essen í dag þannig að við erum á leið út að borða brunch í hverfinu í kveðjuskyni.
xxx Þórdís og kó.

 
Þann lau. sep. 24, 03:48:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

hæ hvað er hann að fara að gera þar?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim