05 september, 2005

1.skólaverkefnið

Skólinn er byrjaður af fullum krafti!
Ég er í borgarfræði og borgarskipulagsfræðum alveg til jóla.
Fyrsta verkefnið er þrískipt:
finna stað í borginni fyrir nýja eyju,
finna stað í borginni fyrir nýja brú,
finna “afgangsstað” í borgarrýminu og skapa eitthvað nýtt þar.

Þetta er mjög spennandi en frekar erfitt fyrir mig því ég þekki ekki borgina ennþá en kosturinn er að ég VERÐ að kynnast Stokkhólmi hraðar en ella.
Þetta er hópverkefni, við erum 5 saman í hóp. Mér líst svona þokkalega á hópinn minn (sé allavega ekki í hendi mér að ég muni kynnast þeim mjög vel).
Ég saknaði eiginlega gamla bekkjarins úr LHÍ!

Sá sem stjórnar deildinni er Finni og er mjög strangur og ákveðinn.
Við erum með tvo fyrirlestra á dag, frá kl 9-12:15, svo er vinnustudio eftirhádegi.
Ágætisfyrirkomulag og þessir fyrirlestrar eru oft mjög fróðlegir en meira um þá síðar.

Ég reyni að nota allar pásur og hádegishlé til að hlaupa í allar áttir í kringum skólann og finna ný hverfi. Mér líst svooo vel á flessa borg, verð bara að endurtaka það.
Eina leiðindavesenið eru samgöngur til og frá…það tekur svo langan tíma.
Á morgnanna er samt hraðlest og strætóinn minn, lestin mín og metróinn passa vel saman í tíma, samt er ég rúml klst á leiðinni.
Til baka er það enn verra því þá er ekki hraðlest og strætóinn minn, lestin mín og metróinn passa mjög illa saman í tímatöflu og tekur ferðin nær 2 klst! það er satt að segja ekki skemmtilegt.
En til að enda á góðum nótum, þá er alveg æðislegt veður hér, eiginlega fullkomið. Um 20 stig og sólin skín alla daga…

(um kvöldið…)
Í kvöld fór Dosti með Dag á sína fyrstu badmintonæfingu og það gekk bara vel en hann mun fara í annan hóp sem er lengra kominn. Þeir eru 45 min að hjóla hvora leið svo þetta eru meiriháttar þolraunir fyrir Dag spag…hann fékk sko líka súkkulaði í verðlaun þegar hann kom heim kl 21:30!

1 Ummæli:

Þann þri. sep. 06, 01:21:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ öll sömul
ég hef ekki gefið mér tíma til að skoða bloggið ykkar undanfarið en rosalega var gaman að lesa það núna.
Á morgun er fyrsti skóladagur Eyju og Kára hér í Toronto og það er ekki laust við smá taugatitring. Annars voru þau úti í garði í allan dag að busla á sundfötum. Hér er 25 stigs hiti og sól.
Nú þegar ég sé hvað þið eruð dugleg að blogga er best að ég fara líka að taka mig á. Það er frá mörgu að segja.
kossar og knús til ykkar allra,
Þórdís, Orri, Eyja og Kári

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim