26 ágúst, 2005

sænskuprófið!!!

Jæja þá er komið að því...stíft námskeið að baki og prófið í fyrramálið kl 9 og er til kl 13.
Hallarhjónin eru búin að bjóðast til þess að keyra mig út á lestarstöð kl 7:20 svo ég nái lestinni 7:43, það er nefnilega ekki strætó héðan svona snemma um helgar...aldeilis heppin að fá það boð. Eins og Karl orðaði það í dag: "you need to concentrate on your test and not how you get there!", það vantar ekki hugulsemina.
Svo ég sit hér sveitt og beygi sagnir og annað skemmtilegt.

Dosti hefur verið mikið á Harva leikskóla með Jönu en í dag t.d. var hún ein milli kl 9 og 14. Hún grét þegar hann fór en okkur skilst að hún hafi svo jafnað sig fljótt og allt gengið voða vel. Hún borðaði þar og svaf og allt gekk þetta vel. Hún er búin að segja sína fyrstu setningu á sænsku því hún sagði við okkur í gær "Ann (fóstran) sagði við mig, pappa kommer snart"! Ekki nóg með það heldur er hún búin að læra eitt lag á sænsku.

Kveðja í bili, Anna Sóley

1 Ummæli:

Þann lau. ágú. 27, 05:41:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

æj litla krúttið

kv. Una

p.s. tuh tuh fyrir sænskuprófið, er viss um að þér hafi gengið vel!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim