Heimsókn
Jæja, nú er 6 daga heimsókn Jónínu og Böðvars á enda. Það var rosalega gaman að hafa þau hjá okkur og margt skemmtilegt brallað! Ætli það verði ekki einmitt þannig að þegar gestir koma þá loks gefur maður sér tíma til að skoða eitthvað, svo það er alveg nauðsynlegt að fá gesti af og til :)
Á sunnudaginn fórum við saman í smá ferðalag að skerjagarðinum og það var alveg yndislegt þar. Litlar eyjar og hólmar út um allt og allar tegundir og stærðir af bátum að sigla í allar áttir. Fengum okkur mat á litlum stað við ströndina í sumarblíðunni. Fórum til baka í bílaferju...
Svo notuðum við Jónínu óspart til að innrétta hjá okkur því einhverra hluta vegna erum við hjónin ómöguleg í að raða húsgögnunum okkar sjálf! Nú fyrst er allt að verða fínt og kósí, TAKK Jónína!
Nú eru 2 skóladagar búnir hjá Degi og hann virðist bara mjög ánægður. ÞUNGU fargi af okkur létt með það. Ætli hann segi ekki betur frá skólanum á síðunni sinni www.folk.is/dagurebe/
Honum finnst krakkarnir stilltari en þeir íslensku! Honum gekk vel að skilja þegar var stærðfræði í dag en ekki eins vel í t.d. landafræði. Svo byrjaði hann í frönsku í dag og tautar í sífellu je m appelle Dagur, je m appelle Dagur, trés bién...hehe selaví
(stelpur muniði la plass de la konkord la bísíklett de klodett, tjést la ví!!!)
Allavega þetta byrjar vel í Runby skolan.
Meðan ég man, það þarf ekki að koma með ritföng, liti, bækur eða nesti, það er allt til fyrir þau, og strætókort líka. Hann fær bráðum skáp og finnst það dáldið sport.
Það gengur eitthvað erfiðlega að setja inni myndir og þær hrannast upp hjá okkur, vonum að það rætist úr þessu vandamáli.
Bestu kveðjur, AS
7 Ummæli:
tres bien dagur. Þetta hverfi ykkar hljómar eins og ævintýri ég held að við kommi verðum að koma í heimsókn e-n til að upplifa þetta allt saman
kv. Halla
og það er ekki nema 9 tíma keyrsla fyrir ykkur....
Hvað segið þið um að við höfum reunion í Köben ?? Þá er ca 4 tíma keyrsla/flug fyrir alla... sem búa í þessari heimsálfu. skítt með hitt pakkið...
ekkert reunion er haldið með nafnlausum íbúum Danmerkur. En til hamingju með söluna!!! De var bro!
já og Dosti þú gleymdir sjálfur að skrifa undir hehe :)
ég er ekki þessi nafnlausa(Halla) mig grunar sterklega að þetta sé skvísan sem við skiljum eftir á klakanum
hahahaha, Dosti hélt reyndar að þetta væri Kommi.
En "klakastelpan" kemur líka til greina.
hvað er annars títt af Komma í Huddinge eða hvað þetta heitir nú :)
er að fíla þetta Anonymous dæmi.
Enn ennþá betur Klakastelpu nafnið.
Finnst ég vera komin í ofurliðið.
Varúð....klakastelpan er mætt á svæðið, svalasta gellan á klakanum.... zzzzzz
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim