ahh búið :)
Það gekk bara vel í prófinu, held ég. Á meðan námskeiðinu stóð bjóst ég alveg eins við því að ég myndi ekki ná því og þurfa þá að taka það aftur í desember því það er hálfgert brjálaði að læra þessa málfræði og orðaforða á einum mánuði. En nú er ég bara bjartsýn á að hafa náð. Ég er líka svo fegin að vera komin með þennan grunn fyrir námið sem byrjar á þriðjudag. Munnlegt próf líka búið og 4 ritgerðir.
Það var vel þegið að fá mánudaginn í frí enda verður bara púl þaðan í frá.
Við Jana fórum áðan í skógarferð og hittum marga maura sem voru líka í skógarferð, það fannst henni merkilegt.
Dosti og Dagur fóru á hjólum í tölvubúð og þeir verða vel þreyttir þegar þeir koma til baka, en þeir virðast hafa mikið úthald báðir á hjólunum. Ég fór t.d. á hjólinu að leikskólanum um daginn sem er 1/3 af þessari leið og var gjörsamlega úrvinda eftir það svo ég þarf greinilega að gera eitthvað í líkamsræktarmálum hehe.
Í gær komu nágrannahjón til okkar í spjall og það var mjög fínt. Hann er tölvunarfræðingur og ætlar að hjálpa Dosta að semja aðlaðandi starfsumsókn. Hann sjálfur lenti í ógöngum því hann starfaði við það að ganga tímabundið inn í fyrirtæki sem stjórnunarráðgjafi til að taka allar óvinsælu ákvarðanirnar eins og að segja þeim upp sem eru óþarfir. Eftir slátrunina fór hann svo í næsta fyrirtæki eins og stormsveipur.
Þetta gerði hann lengi en gekk alveg frama af sér og allt álagið lagðist á hann af fullum þunga þar til hann varð veikur og óvinnufær. Hann hefur verið í starfsleyfi í eitt ár og verður áfram lengi í viðbót til að ná sér. Agalegt. En allavega hann hefur ferðast út um allan heim og við vorum mikið að tala um ferðalög og mismunandi lönd, rosa gaman. Hann fer t.d. í 6 vikur í vetur til Indlands, vá. Konan hans er algjör hestamanneskja, hún á 3 hesta hér í hesthúsinu, stórir kappreiðahestar. Jana og Dagur kíkja stundum til hennar í hesthúsið og fá að klappa hestunum. Hún er reyndar lögreglustjóri Upplands Vasby bæjarins! Fyndin hjón.
Eitt skondið hérna, það er allt annað tímatempó í gangi hér. Ef maður hittir einhvern hér úti og byrjar að spjalla þá veit maður ekki fyrr en liðin er einn og hálfur tími. Eins þegar fólk kemur þá eru það margir klukkutímar sem fljúga, í gær t.d. varð litla innlitið að 4-5 klst heimsókn.
Okkur finnst þetta bara gaman en við erum búin að sjá að það þýðir EKKERT að plana nokkurn skapaðan hlut því alltaf umturnast allt.
bæó AS
8 Ummæli:
Frábært að heyra að þér hafi gengið vel. Vonandi gengur allt vel héðan í frá.
bestu kveðjur Halla sem er að flytja til HERNING á jótlandi
hahahaha!!!
ég skal reyna að muna þetta núna!
ha ha ha ha - þú lætur einsog öll tímaplön ykkar í fortíðinni hafi gengið 100%...
anonymous íbúi í Kópavogi.
heyyyyyrðu góða mín...nú áttu mig á fæti!!! :)
Vóó... nú ég ekki skilja
Öll hvaða tímaplön í fortíðinni????
ein sem er með heila á stærð við gúbbífisk hahahah
Halla
sko þar sem grey ásta pásta býr í kópavogi þá hefur hún ansi oft lent t.d. í því að bíða eftir okkur sem ætluðum að sækja hana kl 19 á leið í bæinn, kannast kannski fl við það að bíða eftir okkur af því öll tímaplön fóru úr skorðum...en við höfum samt í heildina verið að skána :) er það ekki?
hmmm... ja.... ég veit ekki....
hæ frábært að lesa að allt gangi vel...ef þú átt leið til Jótlands eruð þið velkomin í heimsókn....var að byrja í skólanum aftur á fimmtudaginn..voða gott að vera komin í gang aftur:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim