Ferðalag er staðfest :)
Við, Halla, Kommi og Loki ætlum að vera í þessu sumarhúsi fyrstu vikuna í júní. Ekki nóg með það heldur flýgur Ásta til Köben þar sem Halla og co pikka hana upp á leið sinni frá Herning. Svo þetta verður örugglega meiriháttar sumarferð. Húsið er staðsett í litlu fiskiþorpi í suður-Svíþjóð sem heitir Brantevik. Það er í héraðinu Österlen en þar var okkur sagt að væri allrabest að vera. Falleg náttúra, góðar sandstrendur, skemmtileg strandþorp. Ohhh hvað þetta verður gaman. Þórdísar, Orra, Eyju og Kára verður þó sárt saknað.
6 Ummæli:
Ohhh hvað ég öfunda ykkur! Við komum bara með næst. Ef við hefðum haldið áfram með ferðasjóðinn á sínum tíma hefðum við getað verið að kaupa svona hús um þessar mundir. Ég legg til að við byrjum aftur á ferðasjóði. Eruð þið til?
þ
heldur betur, í alvöru talað!!!
Kastalasjóðurinn.
Við ásta vorum einmitt að tala um að festa okkur hús á spáni. Hvernig hljómar það??
mjög vel. Let's do it
ví ar inn!
Orri, þetta er eitthvað sem ætti vel við þig :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim