Valborg...hátíð
Í gærkvöldið var mikil vorhátíð hér í Svíþjóð sem fer þannig fram að fólk safnast saman hjá stórum bálkesti og borðar og drekkur saman. Runsafólkið var með sinn eigin varðeld og þau undirbjuggu veitingar fyrir alla á svæðinu. við hittum marga nágranna okkar úr skóginum sem við höfðum ekki talað almennilega við fyrr svo það var mjög gaman. Hlynur gisti hjá okkur og þeir strákarnir allir voru duglegir að grilla pylsur í eldinum og hjóla og svol.
Eftir ferðalagið mitt var svo gott að koma heim, það er auðvitað partur af þessu. Það eiga eftir að koma fleiri myndir úr ferðinni. Veðrið var orðið nokkuð gott þegar ég kom, sól og 17 stig. Nú um helgina hefur samt verið mjög íslenskt ROK.
Dosti var alsæll með keppnina í gær, og fannst allt ganga mjög vel. Hann bíður spenntur eftir niðurstöðum á netinu til að sjá hvar hann var í röðinni :)
Eina sem við höfum áhyggjur af núna er að á næstu dögum og vikum er svo mikið að gera hjá okkur báðum í skólanum. Þá verðum við bara að reyna að gera það besta í stöðunni og skipuleggja okkur vel. Ég er farin að hlakka til Íslandsferðar, tæpir 2 mánuðir í það.
Bestu kveðjut til allra, AS
1 Ummæli:
Rómantísk þessi skógarstemming hjá ykkur.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim