Vasaloppet og Vätternrundan 2007
Ég var að skrá mig í Vasagönguna (Vasaloppet), að vísu bara hálfvasaloppet (45 km). Þori ekki meiru í bili þar sem ég kann ekki á gönguskíði. En keppnin verður 27 febrúar svo ég hef 5 mánuði til að læra. Trúlega tókst mér að gabba Berg með mér. Það kemur í ljós! OG ÞAÐ ER ORÐIÐ OPINBERT, VIÐ FÖRUM SAMAN HÖND Í HÖND!!!
Svo opnar fyrir skráningu í Vätternrundan 22 september svo ef einhver vill koma með mér 300 km á hjóli 15 júní þá er ég í stuði! Markmiðið er að hjóla undir 11 klst.
6 Ummæli:
þú ert nú meiri kjúklingurinn! 45 km? tekur því varla að leggja af stað fyrir það!
hárrétt vænan mín! enda verður þetta ósköp venjulegur dagur í lífi mínu. Skil ekki af hverju ég var að minnast á þetta yfir höfuð!
Þú ert fíkilllll.
já ég þarf að fara að ná í skottið á þessum manni!
Ég er nokkuð viss um að einhver haldi að ég sé að halda uppi samræðum við sjálfan mig hérna. Ég fyrirgef öllum þeim :)
samræðum? hvaða samræðum? ég sé engar samræður! eru þetta ekki bara raddirnar í höfðinu á þér?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim