Framtíðarmynd

Við Anna Sóley og Dagur leigðum myndina Firewall með Harrison Ford um daginn. Þetta er mynd þar sem Harrison leikur tölvuöryggissérfræðing og eiginkona hans (Virginia Madsen) er arkitekt og saman eiga þau stelpu og strák, það hljómar nokkuð kunnuglega eða hvað? Þau bjuggu í einhverri svaka flottri villu og lífið virtist leika við þau. Dagur ljómaði alveg fyrstu mínúturnar á meðan hann ímyndaði sér að hann væri að horfa á mynd um framtíð okkar. En það breyttist fljótt upp í martröð þegar vondu mennirnir stormuðu inn í húsið og tóku alla í gíslingu og pabbinn (ég) þurfti að hefjast handa við að brytja niður einn af öðrum með berum höndum.
Núna væri hann alveg til í að ég færi að læra eitthvað allt annað annað, kannski matreiðslu eða danskennslu?...Ef eitthvað er að marka myndina sýnist mér ég gæti farið að kenna sjálfsvörn!
4 Ummæli:
Dosti Dans !
danskennari á daginn. matreiðslumaður á kvöldin :)
I like it !!
og ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér viðbæturnar í fataskápinn, jafnvel enn meira spennandi flíkur en gæðalegu hjólabuxurnar...
konan
Æ, þið eruð svo fyndin. Farið nú að flytja heim, það er allt of langt síðan maður hefur getað hlegið með ykkur (í stað þess að hlægja að ykkur eins og núna þegar maður les þetta blogg ;)
Já danskennsla ætti að hæfa þér vel ef marka má sveiflurnar sem þú hefur tekið í gegnum árin ;o)
Ef þú skellir þér í sjálfsvörn ætti konan að vera ánægð þar sem þá bætist sá búningur í fataskápinn.
Hilsen frá konunni sem er loksins kominn heim
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim