14 mars, 2007


17
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það er ekki hægt að segja að það sé mikið STUÐ í Falun. Við komum á sunnudegi og eyddum þeim eftirmiðdegi í að leita að kaffihúsi. Það sem blasti við var tóóómur bær og allt lokað. Við bölvuðum bænum í sand og ösku og hneyksluðumst á þessari sveitamennsku.
En, það er ein geymd perla í Falun og við römbuðum á hana eftir langa mæðu. Lítið bíókaffihús sem ameríkani rekur, með góðum mat og þöglu myndunum á veggnum, alveg frábær staður.
p.s. Falun er kannski fínn að sumri til:)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim