ORIGAMI
Mér finnst soldið gaman að pæla í persónuleika Dags því hann býr yfir miklum öfgum. Hann er mikill ærslabelgur, getur t.d. varla gengið, bara hlaupið, er ör í öllu fasi og það fer ekki framhjá neinum hvernig skapi hann er í (sem er oftast mjög gott). Hann er ófeiminn við fólk, lætur allt flakka og er mjög lifandi. Þessi kraftur er oftast jákvæður, en auðvitað stundum þreytandi. En svo verður hann eins og önnur manneskja þegar hann kemst í tæri við pappírsföndur eða golf...
Frá því hann var 8 ára hefur hann reglulega sökkt sér í origami. Hann á margar bækur um það og prentar út af netinu. Liggur yfir bókahillunum í japönskum búðum til að finna hentuga nýja origamibók. Svo er hann líka farinn að spinna upp úr sjálfum sér.
Vinir Dosta í skólanum hafa fengið ófáar origami sendingar frá honum og það vekur alltaf miklu lukku. Heimilið okkar er algjörlega að fyllast og farið er að hlaða föndrinu í geymslur.
Þvílík einbeiting og vandvirkni sem hellist yfir hann í þessu föndri, mér finnst þetta líka alveg ótrúlega fallegt hjá honum og er mjög stolt mamma :)
p.s. það eru fleiri myndir á myndasíðunni (klikka á eina mynd, finna þar "Anna Soley´s photostream"-klikka á það)
4 Ummæli:
váááá! virkilega fallegir hlutir sem hann býr til. Megið vera stolt af ykkar dreng, þetta er öfundsverð færni í origami. Mjög flott.
vá þori ekki sjálf að leggja í svaninn. Þetta er alveg frábært hjá degi. hlakka til að sjá þetta
Frábær órói !!
Ég væri alveg til í einn þannig á næsta afmæli.
Snilld.. algjör snilld. Þvílíkir hæfileikar. Mjög flott. Nú er bara að fá Dosta til að henda upp netverslun.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim