Hryggur
Við erum lengi búin að ætla elda íslenskt lamb fyrir útlensku vini okkar. Ella kom um daginn með 2 hryggi handa okkur og í gær var veislan. Maturinn heppnaðist ofsalega vel, bláberjasósa (sem er orðin mitt aðalsmerki), rósmarínkartöflur og ljúffengt lamb. Viðstaddir voru auk okkar, Sara, Manos og Rasma með fjölskyldu.
Þau komu öll með mismunandi páskagóðgæti handa krökkunum svo nú flæðir allt hér af páskakanínum og pappírseggjum af ýmsum stærðum. Það voru sólskinsbros sem mynduðust þá...
Grikkinn Manos sagði sögur af því hvernig þau borða lamb. Þá sankast ALLIR saman í fjölskyldunni úti, 4 lömb sett á 4 snúandi teina, allir spjalla og drekka meðan lömbin grillast. Íraninn sagði líka frá því hvernig lamb er matreitt þar, það er oftast soðið með grænmeti og kryddum. Hvorugir könnuðust við að ofnbaka það, en voru hæstánægðir að fá lamb yfir höfuð.
Frábært kvöld!
1 Ummæli:
úff hvað mig langar í lambakjöt.
Ég held að kommi minn hafi verið grikki í fyrralífi, ef það er til, hann elskar svona stemmingu, að heilsteikja kjöt á teini og spjalla yfir því á meðan.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim