Spa verkefnið
Jæja kominn tími á eitthvað um blessaða lokaverkefnið...
Mér finnst allt í lagi að orða þetta þannig að mér finnist þetta vera erfið meðganga, og ferlið gengur upp og niður og miklu hægar en ég vil.
En ég læri auðvitað af öllu saman.
Í síðustu viku var stór krítik, svo hitti ég aftur kennarann minn í dag og alltaf finnst mér ég vera gera stórar breytingar.
Ég veit hverju ég vil ná og ég sé það fyrir mér að nokkru leyti, en það er mjög erfitt að ná því virkilega fram þannig að byggingin virki.
Svo eru alltaf vandamál að flækjast fyrir manni, inngangar, rampar, birta, flæði, stærð... þannig að maður er endalaust að breyta.
Ég hef þrisvar "lokið við" húsið, en er að fara breyta miklu aftur fyrir næsta viðtal sem verður 10.apríl. Einfalda, sveigja fókusinum yfir á vatnið, sleppa leikfimi og bókasafnssvæðinu.
Ef það endar þannig að byggingin er einföld og skýr, svo einföld að hún lítur út fyrir að hafa verið teiknuð á korteri, þá er ég á réttu róli.
Í gærkvöldi sankaði ég saman fjölskyldunni inn á bað. Lét Dosta halda á glerplötu og ljóskastara, lét Dag halda á vatnssprautu og bláum bala. Sjálf var ég einhvernvegin hálf undir öllu saman með myndavélina. Mig vantaði nefnilega sérstakar vatnsrennslimyndir fyrir verkefnið mitt:)
Þessi mynd er ein af þeim sem varð til.
6 Ummæli:
Vá ekkert smá flott mynd og eðlileg. Þið eruð náttlega snillingar ;)
Rakst á þessa skemmtilegu linka
Vinir Dosta
Dosti og vinur að grínast
Við látum svo taka svona "vina" myndir af okkur næsta sumar er það ekki...
stuð.áh
hahaha þetta er öruglega skemmtileg bíómynd.
Svona nú! Hafið þið séð myndina "Ástu Höllu?" gamanmynd eða hryllingsmynd - fer eftir því hversu vænt manni þykir um sögupersónurnar.
Ekkert smá pró! Um að gera að nýta fjölskylduna í gjöful samvinnuverkefni.
Ég er mjög hrifin af Dostamyndunum, þær eru eitthvað svo ótrúlega Dosti. Það sást til hans í gær í miðborg Stokkhólms með ótrúlega spes húfu - allir sneru sér við til að skoða þennan spes náunga. Þessvegna finnst mér föt Dostavinanna ótrúlega viðeigandi.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim