25 mars, 2007

Íran



Originally uploaded by Anna Sóley.
Þetta er Rasma frá Litháen, hennar maður frá Íran og Elín litla. Elín er orðin vön litháísku, írönsku, sænsku og ensku, pínu flókið stundum!

Maðurinn hennar Rösmu sagði okkur ótrúlegar sögur frá Íran og ýmislegt um það hvað leiddi til þess að hann 26 ára ákvað að flýja Íran án vitundar fjölskyldu sinnar. Um daginn sáum við sænska mynd í bíó um flótta ungra bræðra frá Íran til Svíþjóðar. Það ferðalag var dramatískt og óhugnanlegt, og þessi frásögn hans líktist myndinni mikið. Hann hafði orðið fyrir ofsóknum og verið handtekinn á unga aldri og smám saman fékk hann nóg. Hann borgaði mörgum mismunandi aðilum fyrir hjálp á flóttanum, fór í gegnum Tyrkland og ætlaði sér að komast til Kanada. En hann var ekki með nógu mikinn pening til að komast þangað svo hann endaði í Stokkhólmi! Hann gat ekki látið fjölskyldu sína vita af sér í hálft ár.Honum var í þrígang synjað um dvalarleyfi, og var ekkert bjartsýnn. Síðan eftir 3 ára bið fékk hann leyfið og er hér enn.

Nú í sumar ætlar hann að fara með Rösmu og Elínu í fyrsta sinn til Írans til að hitta tengdafjölskylduna.

Magnað að heyra svona frásagnir frá fyrstu hendi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim