
Dagur og Jana áttu góðan dag í gær þegar langþráður draumur varð að veruleika. Dagur fékk loks dömustærð af kylfum og þar með má segja að síðasta tenging unglingsins við barndóm hafi rofnað. Hann er orðinn 100% unglingur. Með þessum kylfum skýtur hann miklu lengra, miklu betur og miklu meira ef við skiljum rétt.
Hann er líka opinberlega fluttur að heiman og er heimilisfang hans Väsby Golf, Svíþjóð. Ekki búast við að bréfum verði svarað samt. Eina sem hann skrifar er á skorkortið sitt.

Jana hefur verið að biðja um alvöru hjól, og helst án hjálpardekkja. Hún samgladdist Degi svo innilega í gær þegar hann fékk nýtt golfsett og sagði "Ertu ekki glaður Dagur?" og ljómaði öll sjálf yfir þessu. Þannig að við bara gátum ekki annað en látið draum hennar rætast líka og keyptum forláta hjól með bjöllu, standara, bögglabera og körfu fyrir dýrin hennar. En að vísu með hjálpardekkjum, en við náðum að sannfæra hana um að pabbi gæti tekið þau af seinna. Þarna sést hún með hjólinu og forvera þess. Hún er því orðinn alvöru meðlimur hjólafjölskyldunnar og stefnan er að hún hefji þátttöku í hjólamótum með haustinu. Þ.e. ef almennileg peningaverðlaun verða í boði.
9 Ummæli:
sannarlega fjölskylda á hjólum hehe...
heh...er ekki fullgróft að láta börnin vinna fyrir brennivínsskuldinni þinni?
Jú ég myndi aldrei gera það, enda tek ég bara veðmáli ég bara þegar ég er 100% viss :) Þú ættir að vera farinn að læra það núna!
gemmér pé, gemmér e, gemmér pé, gemmér e....pepe pepe pepe pepe pepe
sorry strákar, ég er svo lélegur í essum vítum
af hverju fáum við aldrei víti?
daniel agger...d.agger
Þeir eru að koma að sækja þig!
AC/DC??? neeeeei.. AC Milan... bahahahahahahahahah
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim