22 maí, 2007

Þekkir þú okkur?

Úrslit fyrir neðan!
Miðvikudagsgetraunin að þessu sinni er einföld. "Dosti eða Jana" - segið hvaða mynd er af Dosta og hvaða mynd er af Jönu. - ATH Ella og Hrefna mega ekki svara, því miður - kannski síðast bara :)

Dregið verður úr réttum svörum fljótlega og eru vegleg verðlaun í boði. Ath myndirnar kunna að hafa verið gerðar óskýrari/eldri til að villa um fyrir fólki. Þannig er yfirbragð myndanna ekki endilega rétt.

Koma svo!

Úrslit:


Jæja, sjálfumglaði Dosti var auðvitað á öllum myndunum (hvaða annar pabbi myndi gera það?;) Orginalarnir fylgja til staðfestingar!!! En við jana gætum hugsanlega flokkast sem tvíburar í föðurlegg eða eitthvað svoleiðis. Við notuðum a.m.k. sama rakara.

En verðlaunin fara til Binna og Stínu! Þau hafa greinilega mjög næmt auga eða þekkja mig og mitt egó svona vel :) Magnað að þau fengu vinninginn saman því hann er einmitt eitthvað sem hægt er að njóta saman. Vinningurinn er ekki af verri endanum. Við bjóðum upp á dulkóðun á texta (allt að 100 orðbilum.)
Takk hinir fyrir og gangi ykkur bara betur næst!

21 Ummæli:

Þann mið. maí 23, 07:54:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

1. dosti
2 dosti
3. dosti
4. jana
5. jana
6. dosti
7. dosti

HEEEELD ég hafi þetta rétt... Samt VÁ hvað þið eruð eins, haha!

 
Þann mið. maí 23, 08:15:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

mynd 3. og 6. Jana, hinar Dosti...

 
Þann mið. maí 23, 09:21:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

1. Dosti
2. Dosti
3. Jana
4. Jana
5. Dosti
6. Jana
7. Dosti

vona að það sé bús í verðlaun

 
Þann mið. maí 23, 09:29:00 f.h. , Blogger Una sagði...

1.dosti
2.dosti
3.jana
4.jana
5.dosti
6.dosti
7.jana

ískyggilega lík!

 
Þann mið. maí 23, 10:55:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Úfff ég er vonlaus í svona.
Þekki ekki mína eigin fjölskyldu í sundur. Hvað þá ykkur sem eru alveg eins.

1.dosti
2.dosti
3.jana
4.jana
5.jana
6.dosti
7.jana

 
Þann mið. maí 23, 12:31:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

jæja, takk fyrir þetta! Allir eru a.m.k. sammála um að 4 sé Jana og 1 og 2 sé ég. Annað er ágreiningur um. Ég held að fleiri lesi þetta ekki svei mér þá svo þá mega Ella og Hrefna spreyta sig ef þær eru þarna úti.

 
Þann mið. maí 23, 01:02:00 e.h. , Blogger Garmur sagði...

Ég segi að þetta sé allt Dosti.

 
Þann mið. maí 23, 01:03:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

OMG, þið eruð ekkert smá lík. Er búin að skoða þetta mjög vel og ég held að Jana sé bara nr. 3 og hitt allt Dosti, en ég get svo svarið það að ég veit ekki. Bíddu samt aðeins með að upplýsa þetta ætla aðeins að melta þetta.

 
Þann mið. maí 23, 01:11:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég segi að Jana sé nr. 3 og 6 og hitt er Ebenezer. Pottþétt!!
Fæ ég krullujárn í vinning ef það er rétt hjá mér?

 
Þann mið. maí 23, 01:16:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Allt Dosti.

Og ég er búin að læra að vara mig á þessum "veglegu verðlaunum" ykkar. Verður mér boðið að koma í heimsókn í tiltekt eða hvað?

 
Þann mið. maí 23, 01:32:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já sagði líka 3. og 6. Janji

 
Þann mið. maí 23, 02:06:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

1. Dosti
2.Dosti
3.Jana
4.Jana
5.Dosti
6.Jana
7.Dosti

 
Þann mið. maí 23, 03:25:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Jana segir allt hún nema 1
Dagur segir allt pabbi

 
Þann mið. maí 23, 03:41:00 e.h. , Blogger Una sagði...

og hvað segir frúin? þekkir hún ykkur í sundur???

 
Þann mið. maí 23, 06:01:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst Jana bara vera á mynd nr. 3 og allt hitt dosti.
Mjög erfið þraut ;o)
Halla

 
Þann mið. maí 23, 06:38:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

ég sagði þegar mér var sýnt þetta í gær: nr.3 og nr.4

en nú veit ég svarið:)

 
Þann mið. maí 23, 08:22:00 e.h. , Blogger Una sagði...

sjálfumgleði á háu stigi! En vá hvað það hefði verið svalt að fá þennan vinning!!!

 
Þann mið. maí 23, 08:23:00 e.h. , Blogger Garmur sagði...

Nú þarf maður að finna einhvern almennilega texta til dulkóðunnar!

 
Þann mið. maí 23, 09:12:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er svindl sko. Ég var búin að segja að þú mættir ekki upplýsa þetta strax það á alltaf að hlýða stóru systir hún ræður ;) þú beiðst ekki einu sinni eftir að Hrefna myndi skoða þetta , en þetta var mjög líkt þér Dosti að plata okkur svona ;)

 
Þann mið. maí 23, 10:06:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Æ! ég hélt fyrst að það heyrðist ekkert meira að þú stæðir bara við þetta. Sorrí systir góð! Hefðirðu getað þetta? En annars eruð þið nú sætustu systur í heimi eins og sjá má á myndunum haha.

 
Þann fim. maí 24, 12:48:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já já bara að grínast elsku bróðir og ég myndi nú segja að við værum sætustu systkyni í heimi er þaggi bara ;) hefði samt örugglega sagt næst að þetta væri allt þú ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim