Hvað vegur allt sem þú átt?

Samskip voru þó skrefinu á undan (Eimskip gubbaði að vísu tilboði núna í vikunni - svona vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur - ef þið lesið þetta.) En þegar Samskip fór í gang gerðu þeir það líka með trompi! Svíi hringdi í okkur og ætlaði að gera okkur tilboð sem við gætum ekki hafnað. Við höfðum pantað 20 feta gám en hann vildi spyrja mig hvað ég giskaði á að innbúið væri þungt!?! - ég meina?!?, það er nógu erfitt að meta innbú fjárhagslega til að tryggja það. En á maður líka að meta þyngdina? Ég veit í alvöru ekki hvort væri betra svar að segja 1 tonn eða 5 eða 20? Ég hef enga tilfinningu fyrir þyngd nokkurs umfram smjörlíkis. Hvað ætli innbúið sé mörg smjörlíki? 50.000? Og hvað ef það eru 90.000? brjótum við þá þyngdareitthvað eða? er það refsing? sekkur skipið? Ég sef ekki lengur, hugsa bara um alla hlutina, allar skeiðarnar...þurfum við að eiga svona margar? Af hverju eigum við ekki léttara innbú? Hafa þetta í huga næst þegar við kaupum hluti...En nú skil ég "að vega og meta", það er það eina sem ég geri þessa dagana...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim