13 september, 2007

Síðasta vikan...

Nú eru síðustu myndirnar úr Íslandsferðinni komnar. Hvað er svo að frétta? Það er nóg að gera allavega, allir hamast við að setja í kassa og Dosti reynir að læra inn á milli. Honum gengur vel í lokaverkefninu og hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við því sem komið er. Dagur er í heimaskóla sem þýðir að hann lærir frá morgni til ca hálf fjögur, en þá fer hann út á völl. Við erum með skólabækurnar úr Austurbæjarskóla og reynum að halda í við samnemendur hans heima, þetta gengur bara nokkuð vel. Ég segi bara: eins gott að hann fékk tækifæri til að vera með "einkakennara" þennan mánuðinn því hann þarf ansi mikla hjálp í fögunum sem reynir á orðaforða og að skrifa texta á íslensku (sem er allt nema stæ og eðlisfr). Þetta bjargast allt! Dagur er akkúrat núna í heimsókn í bekknum sínum gamla og er að kveðja alla.

Gámurinn ógurlegi kemur á mánudagsmorgun og við ásamt Carli og Manosi höfum 3 klst til að fylla hann. Hlökkum til (eða ekki). Svo gistum við í íbúð Sophie í höllinni, en hún er skiptinemi í Kanada núna. Nú svo fljúgum við Jana, föstudaginn 21.sept til Íslands og strákarnir mánudaginn eftir. Styttist heldur betur...

Jana er í miklu drama eins og venjulega á leikskólanum, allt í góðu samt:)
Hún er að kveðja alla, fer yfirleitt heim með mismunandi vinkonu hvern dag eftir leikskóla, það verður mikil sorg að skilja við alla. Svo skipti hún aftur um kærasta, nú er það Noel vinur hennar en þau voru par fyrst. Hún sagði að Úlle hefði grátið í kaffitímanum yfir þessu svo ég held hún hafi tekið það að sér að finna nýja fyrir hann. Sooooldið stjórnsöm ha!?

8 Ummæli:

Þann fim. sep. 13, 08:54:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já það er allt í lagi að hún skipti um kærasta EN. Um síðustu helgi var hún í afmæli hjá Noel (núverandi) þegar mamma Olle (fyrrverandi) segir við mig "Olle segir að þau Jana séu kærustupar...hefurðu heyrt það sama frá Jönu?" Hvað segir maður í slíkri aðstöðu? Korter í brottför. En á heimavelli hins? Góð ráð þegin.

 
Þann fim. sep. 13, 09:18:00 f.h. , Blogger Una sagði...

hahaha, ótrúleg staða! Olle ekkert að játa allt fyrir móður sinni greinilega. hún alveg úti á þekju. Var gefin upp einhver ástæða fyrir uppsögn hennar á Olle? Var hann erfiður í taumi?

 
Þann fim. sep. 13, 09:41:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Æ æ slæm staða , en hvernig fórstu að því að leysa þetta ? Gangi ykkur vel í pökkuninni elskurnar og ég vildi að ég gæti verið já ykkur að hjálpa til.

 
Þann fös. sep. 14, 06:52:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ! takk fyrir það Ella mín, við kannski þiggjum bara hjálpina núna :)

Ég kinkaði bara kolli og brosti vinalega. Ég gat alltaf borið við síðar meir að ég hefði ekki skilið hvað hún sagði. Enda þekktur fyrir sænskuna mína. Ég sagði við eina konuna að hún væri með fallegt andlit þegar ég ætlaði að segja að hún væri með fallegt útsýni.

En erfiður í taumi?, sko þú hefur betra innsæi í heilabú kvenna en við strákarnir. Hvers vegna konur gera það sem þær gera er Nóbels verkefni út af fyrir sig. En þegar Jana sagði Olle upp í hádegismat á leikskólanum grét hann allan daginn hástöfum. Jana sagði að hann hafi ekki viljað segja leikskólakennurunum hvers vegna hann grét svona svo þær voru alveg ráðþrota víst.

 
Þann fös. sep. 14, 01:00:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já það verður áhugavert að sjá hvaða töfrabrögðum þú beitir til að koma búslóðinni í gáminn !

Eða fer kanski bara restin í handfarangur ?

 
Þann fös. sep. 14, 01:11:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

vúhhhhú, hver er þessi norn sem commentar kl 01:00:00??? ég skelf...en ég beiti engum töfrum. Við setjum gáminn upp á endann og látum allt detta oní hann eins og í ruslatunnu. Þannig nýtum við öll horn - Norn!

 
Þann mán. sep. 17, 02:01:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

hahahaha ... fffrábær lausn á pökkun. skil ekki af hverju mér datt þetta ekki í hug.
Fer orðið allt of sjaldan inn á síðuna ykkar. Meiriháttar að sjá öll bréfin og myndirnar. Hlakka mikið til að sjá ykkur í næstu viku.

 
Þann mán. sep. 17, 02:01:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

e.s. hvernig verður prinsessan í ástarmálum þegar hún eldist...

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim