hæ,
var einhverra hluta vegna á forsetavefnum áðan og sá þetta:
"4.12.2005
Rem Koolhaas arkitekt
Forseti fundar með Rem Koolhaas arkitekt um skipulagsmál"
Veit nokkur hvað hann er að bralla á Íslandi fyrir utan að drekka kaffi með Óla?
Anna Sóley, Dosti, Dagur og Jana flytja til Stokkhólms!
9 Ummæli:
kannski þeir séu að reyna að;
a) bjarga skipulagsmálum í kópavogi.
b) Skipuleggja hálendið betur.
c) Staðsetja bessastaði nær reykjavík, brúa á milli.
d) Skipuleggja útflutning á kaffitári til Herning þar sem það er mikil þörf á því.
Svar sendist í pósti.
hahahaha!!!
Ætli það sé ekki frú Mússajeff sem pantaði hann. Held hún sé að taka í gegn baðherbergið á efri hæðinni.
Eg vil nu frekar fa skyringu a hvers vegna thu varst a forsetavefnum. Madur villist nu ekki thangad ovart ;) Ertu med hann sem startsidu?
forsetavefurinn !!!
nú held ég að þið séuð kanski farin að umgangast kongafólkið einum of mikið....
mbk.áh
Eitt í viðbot. Gleðifréttir....
Fyrverandi fiskarnir ykkur eru búnir að fjölga sér !!!
Vá Ásta ertu komin með stórfjölskyldu inn á þig??? Já ég segji það sama og dosti og Ásta hvað varstu að gera á forsetavefnum ég vissi ekki einu sinni að hann Óli minn væri að blogga hahahaahahah Halla
word on the street. teikna hús fyrir sigurjón sighvats. þeir eru líka að reyna að fá hann til að dæma í vatnsmýrarruglinu. plús auðvitað að hitta pésa.
jæja krakkar það hitnaði aldeilis í kolunum hérna við þessa fyrirspurn! Stórgóðar tilgátur!!!
Já ástæðan fyrir því að ég var á forsetavefnum...eeeem ég ætla að halda því fyrir mig... :)
Það er gott að fiskarnir hafi hressts svona mikið við að losna við okkur úr landi, það var nú ekki svo sjaldan sem við horfðum á e-ð kusk í vatninu alveg handviss um að nú væru lítil fiskaafkvæmi á leiðinni.
p.s. ætli Óli hafi vitað hver kúlhas er, fyrir nokkrum dögum???
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim