02 desember, 2005

veðmál

Skýrsla um viðbrögð sænskra stjórnvalda við flóðbylgjunni í Asíu í fyrra var birt í dag og hefur allt verið í uppnámi hér síðan. Það er deginum ljósara að í því ferli klikkaði allt sem klikkað gat. Allir eru að velta því fyrir sér hvort Göran Persson forsætisráðherra og Laila Freivalds utanríkisráðherra segi af sér. Við Dosti erum með veðmál, hann heldur að ólíkt því sem gerist á Íslandi þá segi stjórnmálamenn af sér hérna ef ástæða er til. Sjáum til...

3 Ummæli:

Þann lau. des. 03, 07:27:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Ég held að e-r verði að segja af sér, ég held að það sé bara á íslandi og í afríku sem stjórnmálamenn mega gera hvað sem er af sér án þess að fá skell.

 
Þann lau. des. 03, 09:44:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

já það hefur maður haldið hingað til, svo ég er spennt að sjá hvað Svíarnir gera í þessari stöðu.

 
Þann lau. des. 03, 06:21:00 e.h. , Blogger Orri, Þórdís, Eyja og Kári sagði...

hér í kanada er líka stjórnmálkrísa í gangi því í síðustu viku féll stjórnin og nú er búið að blása til kosninga 23 jan. Spennandi að vita hvort miðjumenn haldi velli eða hvort íhaldið taki við.
Þ.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim