27 nóvember, 2005

Jólaskraut

Hvenær er best að finna heimili Íslendinga í Svíþjóð?
Á jólum, leitið að gulum, rauðum og grænum perum!

Það er merkilegt með Svía hvað þeir eru samtaka í öllu. Þeir hafa núna síðustu 2 vikur verið að setja upp jólaseríur en bara hvítar. Okkur fannst það nú alveg eðlilegt að vera ekki að skreyta með lit svona langt fyrir jól en núna er komið að því að allir eru búnir að skreyta, jólin að koma og það er ekki ein rauð, græn eða gul pera í öllu landinu.

Jólaskrautið sem við komum með er bara í svoleiðis litum. Við hringdum í konungsfólkið til að reyna að hlera þau hvort það væru einvherjar reglugerðir í landinu varðandi seríur eða hvort litaðar perur særðu blygðunarkennd þeirra. Maður vill ekki alveg vera eins og Ebenezer Scrooge og eyðileggja jólin fyrir öðrum. Þau svöruðu að við mættum skreyta með öllu sem við vildum. Þau settu takmörkin við Blikkandi yfirlýsingum sem segðu "Jesus lives" eða "Jesus is born again". Þau sögðust reyndar vera spennt yfir því hvað kæmi upp úr kössunum okkar og vonuðu að það kæmi einhverri hreyfingu á jólamenningu Svía :)

En vandinn er hinsvegar að okkur vantar nokkrar perur í jólaseríunar og ætluðum að kaupa þær en...hvar er hægt að kaupa rauðar, grænar og gular perur þegar enginn markaður er fyrir þær?

Ætli við neyðusmt til að kaupa hvítar seríur?

Skröggur

3 Ummæli:

Þann sun. nóv. 27, 10:54:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

þýðing:
við drösluðumst með ónýtar jólaseríur milli landa....

mbk. áh sem verður sennilega lamin með jólaskinkunni og hengd upp í næsta tré (með ónýtri jólaseríu) fyrir þetta comment.

 
Þann mán. nóv. 28, 09:13:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

hahahaha, það er þó skárra en engar seríur.
kv. Halla sem gleymdi einum kassa heima.....með öllum jólaseríunum huhuhuhuhuhuhuhu

 
Þann þri. nóv. 29, 09:09:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

ásta! við tókum allavega ekki steinasafnið með, það kallast framfarir!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim