14 nóvember, 2005

Um námið

Hæ hæ,

Allt gott að frétta héðan. Enn njótum við góðs haustveðurs, alltaf 10 stig, milt veður.
Sérfræðingarnir segja nú að þetta sé trúlega síðasta vikan áður en vetrarkuldinn skellur á, en það hafa þeir sagt í mánuð :)
Ef það rætist verður allavega einn hópur glaður og það eru sölumenn vetrarklæða því þeir birtast nú í hrönnum í blaðaviðtölum og gráta þetta góða veður.

Aðeins um skólann:

Þetta er sniðugt skipulag á önninni finnst mér. Allan tímann erum við að vinna með sama bæinn, Sundbyberg, sem er rétt fyrir utan Stokkhólm en alltaf út frá mismunandi forsendum. Það virkar þannig að við skiptum um þema á viku eða 2 vikna fresti og fáum þá fyrirlestra og verkefni í samræmi við þemað. Dæmi um þema er umferð, vistfræði, almenningssamgöngur, félagslegar forsendur o.s.frv.
Fyrirlestrarnir eru yfirleitt fyrir hádegi og verkefnavinnan eftir hádegi og yfirferðir og skil á föstudögum. Mikill hraði og keyrsla á prógramminu.
Fjöldi fyrirlestranna hefur verið mjög mikill og það er auðvitað frábært að það sé lagður metnaður í það, þó þeir séu að sjálfsögðu mjög misskemmtilegir.
Annað sem er sniðugt er að ef t.d. þema vikunnar er umferð í skipulagi, þá eru fengnir 4 sérfræðingar í þeirri grein til að vinna með okkur 2 daga í vikunni til að hjálpa að vinna í verkefninu sem tengist því.

Dæmi um efni fyrirlestrana sem hafa verið:
um járnbrautarlestir, um neðanjarðarlestir, um strætisvagna, um vegagerð, um umferð, um skipulagsfræði, um útópíuhugmyndir borga, um bílaumferðarstæyringu, um almenningssamgangnastýringu, um letur, um texta í kynningum, um samspil texta og mynda, um myndefni (þessir 4 fyrirlestrar voru m. a. haldnir af blaðamönnum og grafískum hönnuðum stærstu dagblaðanna hérna), um verslunarsvæði og umhverfi þeirra, um verslunarbyggingar, um byggingar almennt, um íbúðarhús almennt, um almennigsgarða, um þjóðfélagsleg fræði, um statistík, um opinb.byggingar, um græn svæði í borgum, um rafmagnsmál, um frárennsli, um vatnskerfi, um vatnsbúskap jarðarinnar, um samfélagslega þætti í borgum, um þátt sveitarstjórna í skipulagi, um sjónarhorn verktaka, um orkumál, um framtíðarorkugjafa, um framtíðarsamgöngutæki, margir fyrirlestrar um vistfræði, um vatnskerfið í náttúrunni, og margir fl.
Svo kom einn Finnskur sem vinnur sem framtíðarsérfræðingur og ég segi frá síðar.
Einn fyrirlestur um daginn var haldinn af bandarískum manni sem býr í Arlington, Texas. Hann lýsti m.a. borginni fyrir okkur og það var á honum að heyra að þetta væri hin undarlegasta borg. Þetta er 600.000 þús manna borg og stærsta borg (heimsins?) án almenningssamgangna! Hann kennir í 20.000 þús manna skóla og sagði að við gætum rétt ímyndað okkur bílastæðaflæmin fyrir utan. Hann sagði einnig frá því að öll húsin þarna væru eins og falskar stílíseraðar framhliðar og allt verulega gervilegt.
Annar fyrirlesari sagði okkur frá þeirri miklu uppbyggingu sem nú er í Sjanghæ og margir hafa heyrt um, og nefndi t.d. að 25% ALLRA byggingarkrana í heiminum eru í Sjanghæ akkúrat núna!!!

bless í bili AS

5 Ummæli:

Þann mán. nóv. 14, 10:19:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta hljómar spennandi! Mann fer að langa í skóla aftur :)

 
Þann fim. nóv. 17, 07:17:00 e.h. , Blogger Orri, Þórdís, Eyja og Kári sagði...

námið hljómar fjölbreytt og skemmtilegt. Hvenær færðu jólafrí? Ég er farin að horfa ískyggilega oft á dagatalið og hlakka til vera búin með allar þessar ritgerðir. Bestu kveðjur ykkar allra, Þ.

 
Þann fim. nóv. 17, 08:09:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

ójá það má alveg segja það að ég sé farin að hlakka MJÖG mikið til jólafrísins, sem reyndar byrjar því miður ekki fyrr en 22.des.
Mikið hlakka ég til...og líka til að fá alla gestina frá Íslandi!
AS

 
Þann fim. nóv. 17, 08:09:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

ójá það má alveg segja það að ég sé farin að hlakka MJÖG mikið til jólafrísins, sem reyndar byrjar því miður ekki fyrr en 22.des.
Mikið hlakka ég til...og líka til að fá alla gestina frá Íslandi!
AS

 
Þann fös. nóv. 18, 10:14:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Alla gestina frá íslandi eru fleiri en ásta á leiðinni? Þetta nám hljómar spennandi og krefjandi
knús frá baunalandi

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim