22 mars, 2006

Tónleikar


berns2
Originally uploaded by Anna Sóley.
Það eru margar tónleikaferðirnar hérna, en aðallega Dosti sem sér um það. Við fórum hinsvegar saman um daginn á Lisu Ekhdal á alveg meiriháttar flottum stað sem sést hér, "Berns", (það var reyndar staðið þegar við vorum). Lísa sjálf var lala, of miklir leikrænir tilburðir, en félagsskapurinn og staðurinn eins og best er á kosið. Dosti og Dagur fóru svo á "Darkness" og mér skilst að það hafi verið toppskemmtun :)

Dosti fór líka á Death cab for cutie, Katie Melua og John Vanderslice.
Tónleikar sem eru framundan hjá Runsafólkinu eru Morrisey, Galexico, Iron and Wine, Nicolai Dunger, Mark Knoffler, Emmylou Harris, Tracy Chapman og fl.

4 Ummæli:

Þann mið. mar. 22, 12:59:00 e.h. , Blogger Halla sagði...

Tracy Chapman, er hún enn að? Þetta er flottur staður (þá myndin). Lisa ekhdal kom til herning um daginn, missti af henni. Ég veit ekki til þess að aðrir frægir menn séu að koma hingað, en Depeche Mode verður í Árhúsum í byrjun júní, er smá spennt veit samt ekki hvort að ég láti verða að því að skella mér.
Halla

 
Þann mið. mar. 22, 08:39:00 e.h. , Blogger Orri, Þórdís, Eyja og Kári sagði...

Ég sá Depeche Mode 1986 í NY, þá fjórtán ára. Sassa frænka var fan en ég var bara svo spennt að fá að fara með til Manhattan, í Radio City Music Hall og sjá alla hommana. Gleymi því aldrei. Þessi minning var týnd en mikið er ég glöð að tónleikaferðir ykkar endurvöktu þetta móment.
Þ.

 
Þann mið. mar. 22, 11:04:00 e.h. , Blogger Orri, Þórdís, Eyja og Kári sagði...

hey, dosti, var darkness gaurinn í flegna latex samfestingnum?

 
Þann fim. mar. 23, 07:37:00 f.h. , Blogger Dosti sagði...

Já Darkness gaurinn var hrein snilld. Hann bæði söng eins og engill og klæddi sig eins og sáðfruma:)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim