22 maí, 2006

Jæja, Dosti fór og kom aftur, var í brjálaðri dagskrá þessa tvo daga sem hann var á Íslandi. Kynningin gekk víst mjög vel og full af stolti tilkynni ég hér að hann fékk 9 fyrir þetta lokaverkefni sitt sem er auðvitað alveg meiriháttar árangur! Snillingur!

Það er ekkert nýtt að við sitjum sveitt við lærdóminn, Dosti fer í stærðfræðipróf í fyrramálið (fær að taka það í sendiráðinu). Ég fer í mitt síðasta kennaraviðtal á sama tíma sem þýðir að ég þarf að vera búin með sem allra mest fyrir það. Svo er bara vika í lokaskilin...úff ég fæ í magann við tilhugsunina. En það er skemmtilegt að lokakynningarnar okkar fara fram í núverandi leikhúsi danshópsins svo það verður dáldið grand. Úff samt, má ekki hugsa til þess hversu stutt er í þetta.

4 Ummæli:

Þann mán. maí 22, 11:09:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

djö... hvað ég öfunda alla sem eru að klára núna. ég á eftir heilan mánuð. síðasti skóladagur 28.júní. Ég hefði greinilega átt að athuga þetta betur þegar ég sótti um heheh...
Gangi ykkur rosalega vel og dosti til hamingju með árangurinn.
Halla

 
Þann þri. maí 23, 01:13:00 e.h. , Blogger Una sagði...

skyrp skyrp á eftir þér á lokasprettinum :)

gangi þér vel!

 
Þann mið. maí 24, 06:37:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hamingjuóskir til þín Dosti. Ert greinilega að rúlla þessu upp. Veit að þér á eftir að ganga vel í lokatörninni Anna Sóley og það verður þeim mun meira gaman að fara í fríið til Sverige. Halla, bara að minna á að sumir eru í skólanum til 31.júlí :)
Góða skemmtun í sumarbústaðnum!
Þ.

 
Þann mið. maí 24, 11:22:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hamingjuóskir til þín Dosti. Ert greinilega að rúlla þessu upp. Veit að þér á eftir að ganga vel í lokatörninni Anna Sóley og það verður þeim mun meira gaman að fara í fríið til Sverige. Halla, bara að minna á að sumir eru í skólanum til 31.júlí :)
Góða skemmtun í sumarbústaðnum!
þ.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim