03 maí, 2006

Svíar hjólaþjóð hvað?ha?

Jæja! ég ætla ekki að vera óþolandi og senda framvegis úrslit úr öllum mótunum mínum en ég má alveg monta mig yfir því að hafa lent í 6 sæti af 60 í mínu fyrsta móti. Og þetta var alvöru mót :)

Hjólaðir voru 42 kílómetrar og náði ég tímanum 1:42:05. Það fyndna er að ég var ekki einu sinni að reyna að ná góðu sæti, var bara á fullu að upplifa svona "Tour de France" stemningu. En það segja það örugglega allir hehe.

Hér eru úrslitin:
http://www.fredrikshofcykel.se/docs/motion/results/res06/sodervaren_kort.pdf

Vúhú, koma svo Svíar, sýnið meiri mótspyrnu næst!!! har har Ef þetta verður ekki lengur krefjandi fer ég bara að æfa einhverja aðra íþrótt.

9 Ummæli:

Þann mið. maí 03, 09:54:00 e.h. , Blogger Bergur sagði...

Vahá!! hjartanlega til hamingju, ekki amalegt þetta. Bara rúmum 2mín á eftir fyrsta manni.. Þetta verður ekki glæsilegra. Þú tekur duathlonið með glans og glimmer. Grymt.

 
Þann mið. maí 03, 10:56:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
Þann mið. maí 03, 11:14:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Já það er svona, núna bara komiði með mér út að leika eða við fáum okkur bjór saman :)

 
Þann fim. maí 04, 04:45:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

frábær árangur, til lukku með það. Fær maður engar myndir af sigurvegaranum á hjólinu í gallanum??

 
Þann fim. maí 04, 08:26:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér Dosti. Til hamingju !!!

 
Þann sun. maí 07, 11:10:00 e.h. , Blogger Orri, Þórdís, Eyja og Kári sagði...

Vááááááá´!! Ég er orðlaus af aðdáun! ..og það gerist ekki oft
Þ

 
Þann mán. maí 08, 11:46:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

heyrðu, anna sóley. manstu, fyrir löngu síðan léstu mig hafa link á vefsíðu hjá plötubúð sem ég held að hafi verið í san francisco og seldi alls kyns óvenjulegt góðgæti eins og plötur með umhverfishljóðum, óháðar sérvitringaútgáfur og fleira skemmtilegt... manstu hvaða búlla þetta var? geturðu sent mér aftur link eða sagt mér nafnið á henni?
heyrðu dosti, heldurðu að þú rúllir þá ekki upp tour de raufarhöfn í sumar?
kveðjur til sósíaldemókratanna...
orri.

 
Þann þri. maí 09, 06:19:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

eitthvað rámar mig í þetta...þarf að hugsa aðeins...

as

 
Þann þri. maí 09, 04:31:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Jú orri, ég ætla að elta uppi svona litlar keppnir út um allar jarðir í sumar. Til að bústa egóið, verða smáþorpameistari út um allt :), eða í 6. sæti

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim