16 júní, 2006

BRANTEVIK-MYNDIR


20
Originally uploaded by Anna Sóley.
Ferðin á Skán var frábærlega vel heppnuð. Fólk sem fer kannski vanalega í bústað í Danmörku , ætti að prófa að fljúga til Kaupmannahafnar og keyra svo yfir brúnna til Malmö og til Österlen svæðisins. Það er ekki langt og vel þess virði.

Svona finnst mér svæðið vera í hnotskurn, hvítar strendur með köldum sjó og flatt landslag með gulum blómum og bláum himni.

3 Ummæli:

Þann lau. jún. 17, 01:33:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

fallegar myndir. var að tékka á hjólreiðamótinu en líklega er Dosti að leggja af stað eftir rúmar tuttugu mínútur.
bæðevei, keyrðuð þið nokkuð í gegnum malmö? bara minna á að þar bjuggum við nú einu sinni farandsfjölskyldan sem virðist hálf súrrealískt núna og þó alveg í takt við vitleysuna í okkur.
gó Dosti gó!

 
Þann lau. jún. 17, 03:58:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

hæ hæ,

nú er kl 6 hjá mér, vaknaði aðeins, er búin að fá 2 sms frá Dosta (2 stöðvar) og allt virðist vera ganga mjög vel. Líkami og sál og veður fær toppeinkunn samkvæmt smsinu!

Við sáum bara Malmö úr fjarska, og rifjuðum þetta einmitt upp með ykkur, og fannst það hrikalega fyndið og eins og þú segir absúrd. Viljum gjarnan upprifjun á því ævintýri :)

Jæja best að halla sér aftur, þarf að pakka í dag fyrir Íslandsferðina, tilhlökkun mikil hjá liðinu. Eini gallinn er að fara úr þessu endalausa fullkomna veðri...

as

 
Þann lau. jún. 17, 07:13:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Ég var búin að gleyma að þið hefðuð búið í Malmö, fannst eins og það hefði verið Lundur. Við stoppuðum heldur ekkert í Malmö, bara keyrðum framhjá enda ekki spennandi þorp heheeheh...
Vonandi gengur vel hjá Dosta. ég sendi góða strauma
Halla

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim