24 júlí, 2006

Ógeðsfiskur

Ég hef nokkru sinnum farið að veiða hérna í vatninu okkar en aldrei tekist að fanga neitt. Ég hef líka verið að notast við íslenska spúna og drasl sem einn sænskur veiðimaður hló að þegar ég sýndi honum. Ég fór því í IKEA og keypti svona vatnakitt sem á að virka á alla sænska vatnafiska. Ég fór með Bergi út um helgina á bátinn og veiddi minn fyrsta fisk á nýju græjurnar. Hann reyndist vera hinn mesti ógeðsfiskur. Hann var með gaddaugga, hryllingstennur, ljótur og bara allur óhugnanlegur viðkomu. Að auki var hann ódrepandi. Jafnvel þegar hálfur heilinn var hálfur lafandi út fékk hann æðisköst og stökk út um allan bát slettandi blóði í allar áttir og reyndi að skaða okkur með önglunum sem héngu úr honum.

Eins og allar veiðiferðirnar sem ég hef farið í hér á vatninu hafa verið tíðindalausar og róandi fyrir sálina varð þetta hálfgerð martröð. Við vorum tiltölulega nýbyrjaðir að fiska þannig að við vorum ekki alveg á því að fara í land þótt okkur væri það skapi næst eftir tilkomu þessa óskapnaðar. Hann var svo skelfilegur! Við héldum þó áfram að veiða en Bergur talaði fyrir okkur báða þegar hann sagði í mikilli einlægni "Ég vona að við veiðum ekki fleiri fiska!".

Ég sakna silunga! - ég ætla að nota áfram íslensku spúnana sem ég er viss um að veiða ekkert úr þessu vatni.

6 Ummæli:

Þann þri. júl. 25, 08:47:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

úff ég er enn að fá martraðir ;)
kv.
B

 
Þann þri. júl. 25, 10:11:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

þetta hefur verið lúra!

 
Þann mið. júl. 26, 07:01:00 f.h. , Blogger Dosti sagði...

Já ef þetta var lúra þá skil ég af hverju enginn veit um hana. Fólk bælir niður óþægilegar minningar.

 
Þann mið. júl. 26, 09:45:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

það er ekki fyrir hvaða kerlingu sem er að stunda lúruveiðar!

 
Þann mið. júl. 26, 05:49:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Heyr heyr.. "Við" kerlingarnar veiddum Gedduborra sem ku vera af ætt Aborrans. Mynd af kvikindinu hér: http://www.fiskbasen.se/gos.html
En koli var það ekki. Ég finn enn lyktina af þeim viðbjóði 20 árum eftir meðhöndlun hans á Kirkjusandi forðum daga.
Kv.
B

 
Þann mið. júl. 26, 10:18:00 e.h. , Blogger Dosti sagði...

Það er samt ekkert að marka þessa mynd. Hann er eitthvað farðaður og tilhafður þarna. Í raunveruleikanum er hann verri, lúrulegri...

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim