-
Hæ,
allt gott að frétta, nóg að gera.
Minn skóli byrjar reyndar ekki með eins miklum látum eins og Dosta. Ég er byrjuð á lokaverkefninu en er enn að vinna án leiðbeinanda, ætla senda einhverjum skammarbréf varðandi það í dag...
Ég ætla að gera heilsumiðstöð /spa á ákveðinni lóð á Stykkishólmi. Gaman að gera verkefni í svona fallegum bæ með frábæru útsýni og umhverfi, ætla mér að nýta það. Lóðin er á hæð sem er bakvið hótelið og stendur hærra en það, milli golfvallarins og íþróttavallarins. Ég hugsa þetta sem miðstöð þar sem bæði er hægt að hafa fræðslu, hvíld, endurhæfingu og gistingu. Svo sendið endilega línu ef þið hafið skoðanir á þessu eða viljið benda á eitthvað svipað hvort sem það er vel heppnað eða ekki.
Veðrið er frábært ennþá, sól og hitinn um 20 gráður, virðist ætla verða jafn gott haust og í fyrra.
Á morgun er mikið um að vera hjá okkur. Dagur fer eldsnemma út á golfvöll, það er síðasta skiptið á því námskeiði og það verður keppni. Dosti fer í sitt fyrsta próf og beint eftir það förum við á norrænu skrifstofuna niðrí bæ þar sem Sigrún Eldjárn ætlar að lesa úr barnabókum og þar fáum við líka nokkur kíló af íslenskum þorski!!!
Heyrumst, AS
7 Ummæli:
hmmm... að hlusta á barnabók og sjá nokkur kíló af þorski, er það á sama stað????
Við ætlum einnig að vera smá þjóðleg í okkur í dag. Það er dagur íslenska hestsins rétt hjá Álaborg. Þetta á að vera voða skemmtilegt með ílsenskum söng og víkingum.
ílsenskum: Mjög þjóðlegir söngvar frá vestur skaftafellsýslu ;o)
Já "Litla Ísland" í miðborg Stokkhólms er við hliðina á Chinatown (Kinaby). En þar eru rollur á beit, fermingaveislur, upphækkaðir jeppar, óðaverðbólga og 2 álver. Svona fyrir utan þorskinn og bókaupplestur.
hahaahahahahahaahahahahaha þú ert fyndinn. Þetta er góð lýsing á íslandi í hnotskurn vantar kannski brekkusönginn haahahahahha
Ein spurning..
Hverning vitið þið að þorskurinn er íslenskur ??
ef hann getur haldið uppi samræðum á íslensku er hann landi!
hverskonar landi, eruð þið að brugga þarna?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim