Jólagjöfin til ykkar
Valkvíði grípur yfirleitt um sig þegar kemur fram í desember. Hvað á að gefa ykkur öllum í jólagjöf? En það var auðvelt í ár! Jólagjöfin í ár er "sérþekking" okkar á sænsku og ætlum fram að jólum að bjóða upp á fimm þátta seríu í sænskum málfræðigildrum sem þarf að vara sig á. Notkunargildið er augljóst! þið komið öll í heimsókn og svo er þetta góðir punktar til að rjúfa óþægilegar þagnir og slá um sig í partíum!!!
Fyrsta gildran birtist hér (stafsetningin á sænsku er íslenskuð til að auðvelda partíframburð)
ef þið ætlið að segja: “Fröken Elva er róleg”
skulið þið alls ekki segja: “Fröken Elva er rólig”
því það merkir: “kennslukona ellefu er skemmtileg”
Er þetta ekki rólegt? ;)
6 Ummæli:
tíst :)
År du american?
Dosti, du er altid så kåt!
þessi Elva er nokkuð hress.
Á dönsku getur þetta líka verið snúið eins og þú veit þá heyri ég illa.
"Jeg kan ikke høre dig" getur orðið með góðum íslenskum framburði " jeg kan ikke hore dig" sem þýðir "ég get ekki hórast með þér"
hahahahah
hahaha!
Ég þarf að muna þennan með hórurnar.
En félagi minn fór einmitt til Gautaborgar og svo lenti hann á spjalli við mann á hótelinu sem að spurði hvort að það væri ekki jette rolig í Reykjavík? Hann hélt nú ekki, það er alltaf mikið stuð þar. Hinsvegar er rólegra úti á landi, í smærri bæjarfélögum.
Svo þegar hann kom aftur til DK þá fattaði hann að rolig þýðir ekki alveg það sama á sænsku og dönsku.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim