Indversk vetrarhelgi
halló,
skýringin á titlinum er sú að síðustu helgi kom veturinn af öllu afli til Stokkhólms og við fengum mikið af gómsætum indverskum mat. Frostið er allsráðandi og snjór yfir öllu núna, allir krakkar himinlifandi. Hittum Berg og Rúnu Lóu á föstudagskvöldinu. Ætluðum á einhvern kínverskan stað sem var búið að mæla með, en það var auðvitað fullt út úr dyrum. Við stukkum bara á staðinn beint á móti sem reyndist vera indverskur og það var nú síður sen svo verri kostur. Namm namm. Næsta kvöld fórum við í matarboð til Binna og Stínu, strákanna þeirra tveggja og einnig var bróðir Stínu í heimsókn. Þau voru búin að vera sveitt í eldhúsinu af frásögn þeirra að dæma:) og afraksturinn var stórkostlegur. Meira indverskt, meira namm namm.
Annars sóttum við sleða út í skúr, mokuðum tröppur og svol snjóverkefni.
Núna áðan setti ég inn þessar jólamyndir.
heyrumst síðar, AS
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim