Vetrarmyndir
hæ allir,
síðasta helgi (sems. fyrir viku s.) var mjög róleg hjá okkur. Eitt gerðum við samt, það var að kíkja saman á alþjóðlegt safn. Það er með sýningar og fróðleik um allskonar lönd, náttúru og sögulega muni, allt frá Grænlandi til Perú. Þarna stendur Jana við risa módel af afrísku þorpi í Kongó. Það kom dagur og nótt til skiptis og hljóðin breyttust eftir því, rosalega flott.
Annars ekkert mikið nýtt, Ella og Sonja búnar að boða komu sína í byrjun mars, það er gaman:)
Miklar bollaleggingar um framtíðina, meira um það næst...
AS
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim