efni til dómara og Una
3 vikum fyrir lokakynningu þurfa allir sem eru að útskrifast að útbúa hefti með efninu sem varðar lokaverkefnið. Það er texti, skýringarmyndir, ljósmyndir og allar teikningar sem eru tilbúnar (sem eru auðvitað ekki tilbúnar en fara í því ástandi sem þær eru í). Ég gerði þetta, brunaði svo með 4 hefti upp í skóla í gær, þeir sjá svo um að senda dómnefndinni í pósti. Beint eftir það fórum við Dosti upp á Arlanda að sækja Unu:)
Frábært að hitta hana aftur eftir langan aðskilnað. Við fórum öll niður í bæ, gengum, borðuðum indverskt, fífluðumst á trampólínum, og horfðum yfir borgina frá háum punktum. Um kvöldið horfðum við svo á Eika og félaga og Dagur mallaði oreoísleðju handa okkur.
AS
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim