slutseminar
jæja LÉTTIR að það er búið! Það gekk bara...mmm...ágætlega fannst mér. Ég var mjög sátt eiginlega. Fyrir utan kennarann var einn dani og einn sænskur arkitektauppi (þeir eru alltaf í svörtum galabuxum og lakkskóm (í alvöru)). Þeim fannst þetta spennandi verkefni og voru rosa áhugasamir að heyra allt um vatnið og stokkana á íslandi og allt það. Í stuttu máli, voru sáttir við aðalatriðin, smá lagfæringar hér og þar, veikir punktar hingað og þangað, ekkert alvarlegt og hægt að lagfæra held ég:) Svo að líkur á útskrift aukast enn.
Hér sjáið þið smá heimaskissu af steinahöllinni minni, spaið stingur sér út úr hólnum.
Best að fá sér langþráðan svefn.
as
4 Ummæli:
frábært að heyra að þetta gekk svona vel. Fyndnir gaurar í lakkskóm :) Hlakka til að sjá meira, en skissan er fín!
til lukku kona. Erfitt að treysta mönnum í lakkskóm hihi...
til hamingju með góðan árangur :)
Hlakka til að sjá meira af byggingunni, skissan lofar góðu :)
ég samgleðst rosalega!!! Damanda
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim