læra, mús, grill og tónleikar.
Jæja síðasta helgi var blanda af lærdómi og skemmtun, fengum samt smá áfall þegar við fréttum að það væri frí í leikskólanum mánudag og þriðjudag...og engar ömmur eða afar til að redda málunum. En Úlle var svo sætur að hann hringdi til Jönu og bauð henni í heimsókn til sín. Þar klifruðu þau í klettum og jörðuðu dauða mús sem samkvæmt Jönu hafði mjúkan feld og tvær tennur sem stóðu út!
Á föstudagskvöld fórum við Dosti á tónleika með Jóhanni Jóhannssyni, á æðislegum tónleikastað á söder. Góð stemning, hittum Röggu óvart þar því bróðir hennar spilaði á selló með strengjakvartetinum, sem var skemmtileg með tölvutónlistinni. Um helgina fórum við líka í grillveislu til Rösmu ásamt Manosi, Söru og því gengi. Maðurinn hennar grillaði írönsk kjötspjót, og margt annað gott með því, frábær matur. Okkur var bannað að koma með eitthvað í matinn en Manos kom með heimabúna bláberjaostaköku, hann er nú meiri matmaðurinn:)
Dosti er að vinna með hópi núna sem samanstendur af mörgum pakistönum. Það virðist ganga brösulega samstarfið og það er búið að vera mjög mikið drama, hótanir, viðvaranir og einhverjir fengu að fjúka. Jábbs hópverkefni geta reynt á.
Samkvæmt mínu dagatali er ég stödd í miðri "horrorviku", það er síðasta vikan fyrir "slutseminarium". Þá kynnum við verkefnið með helst allt efnið, (sem komið er), og 3 dæma það, þar af einn frá Danmörku. Þetta er lokayfirferð fyrir LOKAKYNNINGUNA. lokalokalokaspoka, hahahaha! Mér er stöðugt illt í maganum af stressi og þarf að kyrja mig í svefn á kvöldin. Var ég búin að segja: "ég get EKKI beðið..."?
Margir eru að spurja um útskriftina. Þetta fer svona fram: Við hengjum upp 3.júní. Okkur er svo úthlutað tíma einhverntímann milli 3.-8.júní. Fram á síðustu stundu getur maður lagað módel og dót sem fylgir með kynningunni (þ.e.a.s. þeir sem eru eins og ég). Kynningin tekur 45-60 min. fyrst kynnir maður sjálfur og svo svarar maður illkvitnum spurningum frá dómnefndinni. Trúið mér, þau eru ALLTAF illkvittin þó maður geti engu breytt þaðan í frá og allt sé búið. Það er engin stemning fyrir því að hæla því sem vel er gert eða samgleðjast áfanganum. Svo það fær fjölskyldan að gera eftir á:)
Formleg útskrift er í boði fyrir þá sem vilja. Þá fer maður í risaathöfn í ráðhúsinu með öllum úr hinum deildunum. Það eru svo margir að útskrifast úr öllum skólanum að það hlýtur að vera sólarhringslöng dagskrá. Úr mínum skóla eru ekki margir sem skrá sig í þessa athöfn, nema ef fjölskyldu þeirra finnst það mikilvægt. Ég held ég geti alveg fagnað á skemmtilegri hátt. En vá ég er farin að sjá það fyrir mér að útskrift verður raunveruleiki eftir mánuð, það er framþróun.
Þá er best að halda áfram, enda horrorvika. bless í bili AS
2 Ummæli:
Hæ hæ gangi þér vel í hoororvikunni sem og framhaldinu Anna Sóley mín. Það verður gott þegar þetta er búið. Gangi þér líka vel Dosti minn og við hugsum til ykkar og sendum ykkur hlýja strauma ;) kveðja Ella og co.Biðjum að heilsa dúllunum ykkar.
Tók Jóhann ekki bara IBM plötuna? Var að spá í að fara þar sem ég fýla plöturnar mjög mikið en gleymdi því svo :P
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim