28 júní, 2007

nútíð og framtíð

Ég er búin að skila "heftinu" um lokaverkefnið sem átti að gera, svo þá er ALLT búið. Einhverjir eru enn að spurja um útskrift, ég útskýrði það allt fyrir nokkrum bloggum síðan. Ákvað að skella inn síðum úr þessu hefti fyrir þá sem vilja sjá meira úr verkefninu. Einnig eru fleiri síður inn í flickr myndabankanum (sem opnast ef klikkað er á einhverja myndina). Eða fara beint á slideshow hér: Það þarf samt að athuga að sumar passa saman hlið við hlið (langsniðin) og líta því skringilega út svona.

Fékk umsögnina í hendur fyrir skemmstu, það var í líkingu við það sem ég bjóst við. Maður fær svona eyðublað þar sem einstakir þættir eru teknir fyrir, og svo setur kennarinn inn plúsa og mínusa. Fékk plúsa fyrir hönnun, prógram og framleitt efni og kynningu, mínusa fyrir tækni, forsendur og aðferðafræði. Dómnefndin skrifaði eina setningu, "Juryn; Oklar entrésituation. Vackra rumsliga presentationer.", sem þýðir ca. inngangshönnun ábótavant, fallegar rýmismyndir. Svo kemur svona heildarútkoma, dómnefndin gaf plús (gildir 50%), kennarinn minn gaf milli-plús, og "óséði" dómarinn gaf mínus, svo samtals var þetta mitt á milli...eitthvað...hehe. Annars skiptir þetta litlu, þessi umsögn er bara fyrir mann sjálfann og ekki prentað neinsstaðar, aðalatriðið er lærdómurinn í ferlinu alla leið að lokunum. Ég er 100% sátt, ef ekki meira:)
Eníveis nóg um það.

Ásta er farin eftir frábæra og viðburðaríka viku, ferðir, bæjarráp og útskriftarveisla er t.d. það sem við brölluðum, myndir koma síðar.

Um daginn var ýjað að því að eirðarlausa fjölsyldan væri búin að ákveða sig...og já eins og sumir vita nú þegar þá erum við á leiðinni til Íslands, jafnvel í október. Ástæður:

nr.1 Dagur,við erum á þeirri skoðun að það væri rosa gott fyrir hann núna að búa heima á þessum tímapunkti. Fá góðan vinahóp og verða hluti af íslenskum bekk áður en hann byrjar í menntaskóla.

nr.2 söknuður okkar við fjölskyldu og vini á íslandi, og samskipti krakkanna við ömmur og afa og alla hina.

nr. 3 atvinnuhorfur góðar á íslandi fyrir okkur, er okkur sagt!

nr.4 vesen fyrir mig að sækja um vinnu hér vitandi að ég ætla flytja burt um áramótin.

nr.5 við Dosti vorum orðin frekar sammála um að San Fransiskó væri góður kostur, en það plan þarfnast meiri undirbúnings og bíður bara í nokkur ár.

Erum búin að ræða við Dag, hann er orðinn sáttur við hugmyndina heyrist mér, hefur samt pínu áhyggjur af veðri og golfaðstöðu...

Svo það er allt farið í gang, leit að störfum og húsnæði, svaka spennandi!

kv.AS

9 Ummæli:

Þann fim. jún. 28, 01:06:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já og svo eru Svíar alveg þáttur sem ég tek alvarlega inní jöfnuna. Ég er að springa!

 
Þann fim. jún. 28, 01:27:00 e.h. , Blogger Una sagði...

hahah Dosti! Dropinn sem fyllir mælinn á næsta leiti??

Flott plan hjá ykkur. Líst vel á Ísland líka. Getið alltaf látið reyna á Ammríkuna seinna.

Til lukku Anna Sóley með að vera búin með ALLT!!!

Una sem bíður spennt :D

 
Þann fim. jún. 28, 01:30:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

held reyndar kæri dostilíus að þessi "örlitli" pirringur hafi komist vel til skila undanfarið!

annasóleynæstumþvíafmælisbarnjeiiijibbíííí

 
Þann fim. jún. 28, 08:10:00 e.h. , Blogger Una sagði...

og já, var að skoða panelana. Koma mjög vel út. Gaman að sjá þetta allt komið saman. kv. U

 
Þann fim. jún. 28, 08:15:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

samt una, þetta er öðruvísi en á panelunum, sumt meira þjappað saman og troðið...en allavega einhversskonar sýnishorn.

 
Þann fim. jún. 28, 08:53:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

meiniði Pamela? þá get ég tekið þátt í umræðunni...

 
Þann fim. jún. 28, 09:23:00 e.h. , Blogger Una sagði...

tíhí... já mér sýndist ég einmitt sjá Pamelu þarna í sundbol í spa-inu. Með flotholtið tilbúið... Spurning hvort hún sé samt ekki með tvö flotholt þegar innbyggð???

 
Þann fös. jún. 29, 09:08:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið !!!

 
Þann fös. jún. 29, 02:57:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Elsku Anna Sóley ! Til hamingju með afmælið og njóttu dagsins vel, sólarkveðja frá Íslandi . Ella og co

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim