17 júní, 2007

Af íþróttaafrekum

Það var bara einn afreksmaður í fjölskyldunni í gær og það er Dagur. Hann þurfti að sleppa keppni um síðustu helgi í Cleveland Junior Tour til að spila með liði sínu í Stokkhólmsdeildinni. Hann var því í þriðja sæti fyrir síðasta mótið í en var staðráðinn í að verða meistari þrátt fyrir að þurfa að sigra og stóla á óhagstæð úrslit þeirra sem voru fyrir ofan.

Og það gerði hann líka - eftir að hafa lent í vatni á síðustu holu þurfti hann að tvípútta til að tryggja sér sigur (sjá mynd af honum að pútta). Dagur og sá sem varð í öðru sæti urðu jafnir, en þar sem Dagur hefur lægri forgjöf og því með betra brúttóskor og varð hann meistari (stigatafla).

Hann fékk flottan golfpoka í verðlaun og einnig fær hann að hafa yfir sumarið Cleveland leður-golfpoka (sjá mynd) en þá verður aftur keppt í 6-leikja golfmóti og samanlagður sigurvegari úr vor og haust keppninni fær að eiga leðrið. Leðurgolfpokinn er mikilvægt statusmerki - að sögn Dags er hann svo dýr að enginn krakki kaupir hann - Og ef einhver á hans aldri er með svona poka er greinilegt að hann hafi unnið eitthvað stórmót haha :) Dagur var beðinn um að halda þakkaræðu og þakkaði mótherjum, móthöldurum, mömmu og pappa og ömmu og afa ;)

Hvað varðar mína keppni þá fór ég aftur í Vätternrundan en núna með 2 vinum. Í stuttu máli sagt var miklu skemmtilegra - þetta mót er engu líkt. En það var miklu kaldara en í fyrra, og mér leið betur eftir 200km en í fyrra sérstaklega vegna þess að ég var ekki með bakverki eins og þá. En eftir 200km fór keppnin að ógna heilsu Bergs og það var ljóst að hann þyrfti að hætta keppni. Þar sem ekkert vit var í að skilja hann einan eftir hætti ég líka. Þeir voru svakalega ánægðir með keppnina en það var eiginlega markmið mitt að dreifa boðskapnum. Steini kláraði á 14:22 sem er upp á mínútu timinn minn frá því í fyrra.

Við gistum á einkaheimili í kjallaraíbúð sem öllu 80's dótinu hafði verið komið fyrir. Þarna var skemmtari, sólbekkur, fótanuddtæki, allskonar æfingartæki. Eins og við hefðum hoppað 20 ár aftur í tímann. Svo vorum við að kjafta í stað þess að sofa þannig að okkur leið eins og á Úlfljótsvatni í gamla daga. En þetta var ótrúleg ferð. Ég hvet alla sem vilja upplifa eitthvað alveg sérstakt til að taka þátt. Þótt það hafi verið kaldara en í fyrra lét fólk ekki eftir sér að vera við vegakantinn alla leiðina og heja á keppendur. En það var fyndið að sjá hvernig um 9 leytið þetta voru fjölskyldur, um 1 leytið voru þetta drukknir unglingar, um 3 leytið voru þetta eftirlegukindur, um 5 leytið voru þetta árrisul gamalmenni og svo byrjuðu fjölskyldurnar aftur. Og tilfinningaflóðið sem maður þarf að berjast við í þessari keppni er ekkert lítið - Maður skiptist á að vera ofurhress í að vera alveg að gefast upp og ætla aldrei að snerta hjól aftur. En 90% leiðarinnar engu líkt - hraðinn, fjöldinn, áhættan, áreynslan og þreytan er í mæli sem ég veit ekki hvar maður getur fengið annarsstaðar. Allir saman svo á næsta ári!

7 Ummæli:

Þann sun. jún. 17, 04:45:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju strákar!D+B

 
Þann sun. jún. 17, 06:02:00 e.h. , Blogger Una sagði...

Frábær árangur hjá ykkur feðgum. Til hamingju! Dagur flottur að pútta :) Bestu kveðjur.

 
Þann sun. jún. 17, 06:43:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá ykkur öllum! Dagur rúlar auðvitað í golfinu og 200 km er sko stórafrek... Dosti þú ert sérdeilis dásamlegur að víkja ekki spönn frá Bergi mínum þrátt fyrir keppnisskapið og eljuna.

 
Þann mán. jún. 18, 06:08:00 f.h. , Blogger Halla sagði...

Til hamingju með árangurinn strákar.

 
Þann mið. jún. 20, 08:25:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

til hamingju dagur...og til hamingju með daginn í dag hjónakorn!!

 
Þann fim. jún. 21, 05:45:00 e.h. , Blogger Una sagði...

já, góð Móa að muna dagsetningar úr síðustu færslu!

Til hamingju Anna Sóley og Dosti með árin 15 í hjónabandi.

kveðja, Una

 
Þann fim. jún. 21, 06:16:00 e.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

takk elsku stelpur!!! 15 ár, trúum þessu varla sjálf, áttum frábæran dag í blíðskaparveðri.

AS og DOSTI

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim