Ljúfa lífið hefur tekið við, eftir nokkra eirðarlausa daga fór maður að slaka á og njóta þess að hafa loks lokið náminu. Ég var að telja þetta saman, ég er búin að vera hundlengi í skóla, fyrst Mynd og Hand 4 ár, svo HÍ 1 ár, svo LHÍ arkí 3 ár, svo KTH arkí 2 ár, samtals 10 ár!!! plús tvö börn inn á milli, ágætt bara! Nýtt tímabil að byrja sem er rosa spennandi.
Hópurinn minn hittist í almenningsgarði á útikaffihúsi með kennaranum okkar um daginn. Þar var spjallað um kynningarnar, önnina, skólann, framtíðina og starfið arkitekt. Páll (kennarinn) hafði engar nánari upplýsingar handa okkur en vissi að allir hefðu náð og var í heild sáttur við hópinn. Annars var þetta mjög afslappað og góð kveðjustund.
Mér skilst annars að maður fái diplómað sent í pósti við tækifæri (haha) en enginn veit það með vissu. Svo er það með formlega útskriftarathöfn. Hún fer yfirleitt fram nokkrum mánuðum síðar, og maður þarf að tilkynna sérstaklega ef maður vill taka þátt í henni. Þar sem hún er fyrir allan KTH, allar deildir semsé, þá tekur athöfnin mjööög marga tíma. Það eru yfirleitt fáir úr okkar deild sem fara í þetta, ekki þá nema helst fyrir foreldrana, en það er nokkuð ljóst að ég nenni engan veginn að standa í þessari uppákomu, enda svo sem nokkrum sinnum búin að útskrifast og allir komnir með nóg af þvi:)
En talandi um "fagn", við littla fjölskyldan ætlum að fagna áfanganum á margrómuðum asískum veitingastað um helgina. Svo ætla ég að halda smá garðveislufagn bráðlega og bjóða góðum hópi heim. Nú svo taka bara við fleiri góð tilefni til að fagna enda eigum við Dosti 15 ára brúðkaupsafmæli 20.júní og svo á ég soldið stórt afmæli 29.júní...svaka mánuður. Enda finnst mér ekkert leiðinlegt að fagna. Svo kemur Ásta í næstu viku og þá verður náttlega bara fagnfagnfagn og flæðandi margarítur út í garði:)
Jóhann gamli arkífélagi kom til Stokkhólms í nokkra tíma um daginn, náðum að kíkja á Asplund og drekka kaffi. Nauðsynlegt að fá nýjasta arkíslúðrið að heiman. Rosa gaman annars að heyra í ykkur öllum undanfarið úr bekknum, knús til ykkar tilbaka.
Margir spurja hvað taki við. Hm. sko. Fyrst þarf ég að klára gera e.sk. hefti um lokaverkefnið fyrir bókasafnið/skjalasafnið og eitthvað. Svo kemur Ásta. Svo förum við til Grikklands til Manosar. Svo til Íslands. Svoooo get ég farið að hugsa um alvöruna...(í ágúst semsagt)
hins vegar má bæta því við að undanfarna daga hafa átt sér hræringar í framtíðarplönum, en það kemur í ljós fljótlega, kannski næstu viku. múhahaha.
Dosti fór í morgun í hjólakeppnina, þessa með milljón kílómetrunum. Nú fer hann með 2 lærlinga með sér og allir voru þeir svaka spenntir heyrðist mér. Þeir munu hjóla í alla nótt, koma í mark kannski fyrirhádegi á laugardegi. Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með kappanum hér:http://www.vatternrundan.se/ og hópnr. eða startnr. er startnummer 2896
Hvað annað? Krakkarnir hafa það rosa fínt. Dagur byrjaði í sumarfríi í dag og aldeilis búinn að bíða eftir því. Svo er Hlynur vinur hans kominn til Svíþjóðar aftur, svo þeir reyna að hittast, spila risk, horfa á video og gista saman. Jana litla mús alltaf glöð, orðin frísk. Þegar ég sótti hana áðan á leikskólann þá kom Úlle til mín og sagði mér í óspurðum fréttum að hann ætlaði að giftast Jönu þegar hann væri orðinn stór, já og að hann ætlaði að koma í heimsókn á þriðjudaginn, en þá sagði Jana að fimmtudagurinn væri kannski betri.
Segjum þetta gott í bili.
AS
2 Ummæli:
ég ætla rétt að vona að þau gifti sig ekki á fimmtudaginn því þá kemst ég ekki og mig langar voða mikið að verða viðstödd þegar Jana giftir sig. ;o) frábært að fá smá fréttir af lífinu í Runsa. Hér er allt að verða vitlaust í kassamálum. Fer bráðum að kaupa plasthnífapör og kerti...
hihi
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim