04 júní, 2007


7
Originally uploaded by Anna Sóley
jæja krakkar...stundin að renna upp...kl.13:30 á morgun!

Ég hengdi allt upp á sunnudagskvöld og það var frábær tilfinning. Að vísu var eitt tæknilegt vandamál. Eitt blaðið prentaðist nánast án litar og engin skýring fannst á því. Litirnir sáust á skerminum en prentuðust ekki, mjög dularfullt. Hengdi upp ljóta blaðið með hinum samt. Svo ég reyndi að endurgera blaðið, vista aftur og í morgun fór ég aftur á prentstofuna. Skutlaðist svo með það upp í skóla og skipti um blað. Rétt áður en ég fór tók ég eftir því að nýja blaðið hafði prentast án texta!!! veiii!! Dreif mig heim lagaði skjalið, aftur á prentstofuna og rétt náði þangað korter fyrir lokun. Skipti svo bara aftur um blað í fyrramálið. Ójá alltaf stuð að prenta.

Þetta er módel af Stykkishólmi 1:5000, þetta dökka litla sýnir hvar húsið mitt er staðsett.

Ég horfði á eina kynningu í dag, þjónustuhús við kirkjugarð var verkefnið. Ég svitnaði þegar ég sá hvað þau voru hörð við hana. Það var sama sagan þegar ég sá kynningarnar í febrúar, þau reyna að finna veikustu hlekkina og hjakka svo í þeim eins og þau geta, mjög lítið fer fyrir jákvæðum athugasemdum. Hm, eitthvað til að hlakka til.

Fyrirkomulagið er svona: gert ráð fyrir klukkutíma fyrir hverja kynningu, 3 manna dómnefnd spyr út úr eftir ca 30 min. kynningu. Svo situr prófessorinn manns einhversstaðar en hann má ekkert segja, en hann skrifar niður allt sem fer fram. Svo er einn dómari í viðbót sem hefur ekki séð verkefnið áður, hann á að hafa það hlutverk að fólk fái sanngjarna meðferð. Þessir aðilar: kennarinn minn, dómnefndin og aukadómarinn, setjast svo niður og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þær upplýsingar fær maður eftir ca viku.

Nú ætla ég að fara æfa mig á sænsku kynningunni, ég læt heyra í mér á morgun:)

annasoley, bráðum meistari...

3 Ummæli:

Þann mán. jún. 04, 07:04:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

úff...fékk bara stress fiðring í magan þegar ég las um neikvæðnina....pojpojpoj....gangi þér vel og hugsa xtra til þín:)

 
Þann mán. jún. 04, 07:41:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

sendi þér orku strauma yfir hafið á morgun....
Veit að þú átt eftir að rúlla þessu upp !!
rok(k) og ról kveðjur frá veðurVondaLandinu

 
Þann mán. jún. 04, 09:49:00 e.h. , Blogger Una sagði...

jæks!!! þetta er að fara að gerast! en þetta lítur allt mjög vel út, módelin eru flott og það sem ég sá af teikningum er mjög fínt. Fínir litir ;) Gangi þér rosalega vel, ég verð á refresh takkanum á blogginu, til að lesa hvernig gekk. En ef það er hægt, reyndu að njóta dagsins. Síðasti dagurinn. Vá, dugleg stelpa! Knúúúúús. U

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim