módelið í 1:200
híhí og jibbí... húsið mitt!!!
Enn og einu sinni datt ég í lukkupottinn. Tove, sænsk vinkona, spurði mig eitt sinn hvort ég vildi ekki hjálp með eitthvað í lokaundirbúninginum. Ég þáði það og þegar ég byrjaði á þessu módeli (hólinn bjó ég til fyrir löngu) mætti þessi elska og í stuttu máli þá mætti hún daglega sem ég var að vinna í þessu!!! Meira segja á afmælisdeginum sínum fékk ég hana með semingi til að yfirgefa svæðið kl 5. Hún er bara alveg ótrúleg og ég veit bara ekki hvernig ég get þakkað henni nóg. Fyrir utan að allt tekur tvöfalt styttri tíma þegar tveir eru að, þá var það svo ómetanlegt að vera gera þetta með einhverjum en ekki húka einn út í horni með pappa og reglustiku.
Allavega þessar myndir voru teknar fyrir 3 dögum. Í nótt kl hálfþrjú vorum við búnar endanlega, bæta við stærðina, gera holu fyrir húsið og tvö nágrannahús, aðkomuveg, lóðina og gifsa fínt á skilunum. Þetta gekk rosa vel og útkoman eins og ég vonaði, ég er mjög stolt.
En Tove, hvernig get ég þakkað henni? Það væri gaman að gefa henni eitthvað að heiman, hugmyndir?
AS
4 Ummæli:
váááá, flott!! :) Þú verður samt eiginlega að taka mynd af þér við hliðina, held að fólk átti sig ekki á hversu riiiisastórt þetta módel er! En vel unnið. Mæli með fullt af kavírtúpum handa Tove hahaha...
Vá en flott hjá þér Anna Sóley ! Æðislegt að eiga svona góða vini eins og þið eigið, ekkert smá flott að fá svona hjálp en hvað þú getur gefið henni er kannski höfuðverkur og kannski ekkert nógu gott fyrir svona mikla hjálp en jú jú það verður örugglega ekki erfitt fyrir þig að finna eitthvað. Gangi þér vel á lokasprettinum og þú veist að við hugsum til þín. Kv. Ella og co.
p.s já það væri mjög gaman að fá að sjá mynd af þér við hliðiná þessu módeli ;)
Ella á hún að gefa henni höfuðverk? haha
Dosti!!! hahahahha ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim