06 júní, 2007

el arkitektó!



Originally uploaded by Anna Sóley
Sjáið bara hvað ég var glöð í gær, langt erfitt tímabil að baki og sólin skein.

Meðganga þessa verkefnis var ótrúlega erfið, mér fannst ég alltaf vera ferðast til hliðar og afturábak, og svo einstöku sinnum eitt skref áfram. Hugmyndin og konseptið í byggingunni kom fljótt en mér gekk illa að fá það sem einfaldast og láta allt flæða vel í gegn, þ.e.a.s. vatn og fólk. Að lokum var þetta orðið einmitt eins og ég vildi og ég er svo ánægð að dómnefndin sá allt sem ég vildi að þau sæu og kynnu að meta það.

Ég fékk hrós fyrir teikningarnar, módelin, hugmyndirnar, samspilið við náttúru, planlausnir, og efnisnotkun. Þau sögðu að perspektíf myndirnar hefðu alveg selt hugmyndina. Þau voru ánægð með að ég hefði komist vel "inní bygginguna", að smáatriðunum. Einnig að ég hefði ekki verið með of mikið í gangi, bara fáar meginhugmyndir sem allt er unnið út frá. Þau sögðu að flestir þarna ættu við það vandamál að stríða að vera færast of mikið í fang, og að nota of margar hugmyndir í sama verkefnið.

Það sem var gagnrýnt var fatlaðabílastæði við inngang, að það hefði mátt vinna það betur með inngangi. Þau voru ekki á einu máli um hvoru megin við hornið inngangurinn ætti að vera, einum fannst hann hefði kannski átt að vera þar sem ég hafði hann fyrir mánuði. Ég held enn að hann sé á réttum stað, en kannski hægt að athuga það svæði aðeins meira. Hitt atriðið var hvenær hallinn á stokknum ætti að byrja, hvort það ætti að vera yfir innipottinum eða 3m lengra frá. Kannski ekki stórt atriði.

Ég ætlaði ekki að trúa því hversu vel þetta var að ganga. Ég var mjög stressuð rétt áður og var með texta með mér til hjálpar. Enda var ég m.a. að útskýra vatnskerfið og allt um heita vatnið á Íslandi, á sænsku! Svo útskýrði ég allt um bygginguna. Tvö af þeim voru svo brosmild gangvart mér að ég byrjaði að slaka á.

Í lokin spurðu þau um íslenska arkitekta, ég minntist á stúdíó granda, ekki könnuðust þau við það:) Þá minntist ég á Högnu að hún væri í uppáhaldi hjá mér, og norsarinn kannaðist við hana og hafði t.d. farið í sundlaugina hennar á Íslandi.

Já þetta var alveg ótrúlegur dagur og langþráð stund. Því miður komst Dosti ekki út af Jönu, ferlega óheppilegt, sérstaklega af því hún er aldrei veik. Manos og Sara ætluðu að koma en voru því miður akkúrat í prófi sjálf. Andreas, skólafélagi, var á kafi í módelgerð heima hjá sér og komst ekki. En Tove kom og fleiri krakkar úr mínum hópi. Úr skemmtilega bekknum sem ég var í í fyrra komu 5 stelpur og það var gaman að fá þær sem grúppíur. Svo kom Lotta sem ég var mest með þá, og var líka í þeim bekk, hún tók sér frí í vinnunni til að koma og færði mér blóm. Gaman.

Svo þegar ég kom heim var Dosti búin að gera eitt mjög sætt fyrir mig. Hann gerði 10 min. myndband um þessi 5 ár, bútar úr öllum skólaverkefnunum, magnað að sjá þetta. TAKK Dosti:)

12 Ummæli:

Þann mið. jún. 06, 08:55:00 f.h. , Blogger Una sagði...

Sæl Anna Sóley arkitekt. Svona mun ég ávarpa þig í framtíðinni ;) Já, gott að heyra af krítíkinni, ekki nein stór atriði sem eru gagnrýnd, þó ég sé sammála með að inngangurinn hefði kannski þurft lengri yfirlegu. En vá hvað þér hlýtur að vera létt núna! Innilega til hamingju með áfangann. Njóttu þess í botn að vera búin að þessu. Það væri gaman að sjá þetta myndband, á ekkert að posta því? kv. Una
p.s. rosa fín í kjólnum ;)

 
Þann mið. jún. 06, 08:59:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

hihi nei held ekki:)

gaman að fá skilaboðin í gær mín kæra...

mikið var gott annars að við/þú redduðum fatavandamálinu með góðum fyrirvara!

 
Þann mið. jún. 06, 10:03:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þennan langþráða og stóra áfanga :D

Hlakka til að geta skálað með ykkur fyrir þessu, þó svo að miðað við okkur þá gætu orðið nokkur ár í það ;)

Tek undir með Unu, kjóllinn er flottur og þú sæt í honum :)

 
Þann mið. jún. 06, 08:34:00 e.h. , Blogger Ragga sagði...

Elsku sæta AS
Innilega til hamingju með þennan glæsilega áfanga. Þú ert svo klár og flott og sæt og skemmtileg. Kremjur og kossar frá Röggu og Rúnulóu sem eru hér sólbakaðar eftir langan útidag

 
Þann fim. jún. 07, 03:04:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með áfangann og titilinn, Anna Sóley.
Lokaverkefnið er alveg einstaklega flott og gaman að sjá að allar myndirnar.

Kyrrahafskveðjur, Katrín Svana.

 
Þann fim. jún. 07, 07:16:00 f.h. , Blogger Anna Sóley sagði...

fallegar kveðjur frá ykkur stelpur:)

Katrín Svana, hvað er að frétta af þér??? Gaman væri að fá útskýringu á "kyrrahafskveðjunni"!

kv.AS

 
Þann fim. jún. 07, 05:52:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

KKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKK.D+B

 
Þann fim. jún. 07, 06:17:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæhæ.
Viljum óska þér innilegar hamingu óskir með þennan stóra áfanga í lífinu. Við stulum skálast við fyrsta tækifæri. Annars get ég alveg skálað þú þú sért ekki á staðnum en vil allavega koma því á framfæri að við erum ofsa stolt af þér og það er á hreinu að þér(ykkur) á eftir að vegna enn betur í lífinu (og að sjálfsögðu fá að hanna hús fyrir mig þegar ég verð rík og fræg.)
Bestu hamingju og ástarkveðjur.
Sonja.
Ella, Einar, Jónzy, Ebbi og allir hinir fylgja með.

 
Þann lau. jún. 09, 10:08:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Tjena,
Innilegar hamingjuóskir með árangurinn! Gaman að vera komin með fyrsta arkitektinn í hópinn og flott að heyra að allt gekk vel!
Kveðja, Ragnhildur

 
Þann sun. jún. 10, 05:46:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju, arkitekt :) :)

Frábært að þér gekk svona vel og allt bara frábært!

JIBBÍÍÍ...!

 
Þann fim. jún. 14, 07:11:00 f.h. , Blogger tulipanar sagði...

Frábært hjá þér... til hamingju með útskriftina. Er ekki geggjað að vera orðin ARKITEKT.

Vonandi geturðu núna slakað á og notið sumarsins.

Bestu kveðjur, Hjördís

 
Þann fim. jún. 14, 10:05:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

til hamingju með titilinn:) kossar og knús úr mörkinni...hvað tekur nú við hjá þér?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim