04 júní, 2007

Þessir dagar

...eru með óhefðbundnu sniði.
Í gær hittum við vinafólk frá Flórída og borðuðum með þeim kvöldmat á ótrúlega góðum sænskum veitingastað. Á morgun kynnir Anna Sóley lokaverkefnið sitt fyrir dómnefnd og áhugasömum. Þar eftir verður keppt í bóndagöngu, drumbalyftu, kúlusteinalyftu, göngu með kross og réttstöðulyftu í miðbæ Stokkhólms með Magnúsi Ver Magnússyni. Um kvöldið förum við á tónleika með Stuðmönnum, Björgvini Halldórssyni, KK og Ragnheiði Gröndal (sjá hér). Daginn eftir er þjóðhátíðardagur Svía með hjólakeppni og alles. Seinni partinn verður SS pylsupartí þar sem pylsurnar verða með remulaði og öllu og hellingur af íslensku sælgæti. Um kvöldið förum við á landsleik í knattspyrnu (lesist með Bjaddna Fel. framburði ;) og fylgjumst með Svíum taka Íslendinga í nefið.

Það er ekkert lítið sem ég hef haft fyrir þessari skipulagningu (hehe) en það er ekki á hverjum degi sem fyrsti arkítektinn sem lærði á Íslandi útskrifast!

2 Ummæli:

Þann þri. jún. 05, 10:10:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú tekur það svo að þér að bjarga leiknum, með því að hlaupa inn á leikvanginn í sænska búningnum og ógna dómaranaum :)
Fórna sér Dosti, þú ert okkar eina von !!!

 
Þann þri. jún. 05, 10:37:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ásta ekki segja þetta opinberlega! þú ert búin að eyðileggja allt!!!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim